Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 126
Tímarit Máls og menningar
hyggju. Skopgáfa hans er ákaflega grálynd. Hann tjáir reiði sína, ásakanir
og samúð á mergjuðu máli, en bendir jafnframt í vísindaskáldsögum sínum
á nýja undankomuleið þar sem óheft ímyndunarafl er leiðarstjarnan.
Flóknasta og að ýmsu leyti veigamesta skáldverk Vonneguts er „Mother
Night“ (19ól) þar sem hann kannar stjórnleysi og alræði fyrir milligöngu
bandarísks nasista að nafni Howard Campbell Jr. sem er sögumaður.
Sagan túlkar leit hans að sjálfum sér og eigin samvisku, en leiðir jafnframt
í Ijós það ginnungagap sem staðfest er milli einkaheims og almenns borg-
aralífs. Eðli illskunnar, takmarkalaust hamr, lömun viljans eru meðal
þeirra efna sem sagan brýmr til mergjar.
Frægasmr varð Vonnegut fyrir skáldsöguna „Slaughterhouse-Five“
(1969) þar sem hann fjallar um hinar hryllilegu eldsprengjuárásir á
Dresden í seinni heimstyrjöld. Höfundurinn lifir af þessa skelfilegu reynslu
sem stríðsfangi falinn í kjötkæliskáp undir slámrhúsi. I bókinni er teflt
saman hráu raunsæi og vísindaskáldskap, skelfingu og ást, ákæru og af-
sökun í formi sem er mjög í ætt við endurminningar. Vonnegut er tví-
mælalaust einn af mest lesnu alvarlegu höfundum Bandaríkjanna þessa
smndina.
Af merkusm höfundum vísindaskáldsagna er vert að nefna fjóra sem
skilið hafa eftir sig djúp spor. Robert Henlein (f. 1907), einn elsti og
kunnasti höfundur þessarar bókmenntagreinar, er þekktasmr fyrir „Strang-
er in a Strange Land“ (1961) sem vakti mikla hrifningu meðal neðan-
jarðarhreyfingar hippa á sínum tíma og varð eitt af eftirlætisritum hins
alræmda Manson-hóps. Meðal annarra verka hans eru „The Man Who
Sold the Moon“ (1950), „Starship Troopers“ (1959) og „Glory Road“
(1963), sem öll leggja áherslu á framtíðarmöguleika mannsins í alheim-
inum fyrir atbeina tækniframfara.
Alfred Bester (f. 1913) boðar vimndarþenslu mannsins og alnýja lífssýn
í bókum eins og „The Demolished Man“ (1953), „The Stars My Destina-
tion“ (1957) og „Starburst“ (1958).
Þúsundþjalasmiðurinn Isaac Asimov (f. 1920), sem samið hefur yfir
hundrað bækur um allt milli himins og jarðar, hefur skrifað nokkrar vís-
indaskáldsögur um áhrif vísinda og geimferða á mannlega vimnd og
mannlegt samfélag. Meðal þeirra er „Pebble in the Sky‘ (1950), „Founda-
tion“ (1951), „The Currents of Space“ (1952) og „End of Eternity"
(1955).
Ljóðrænasmr allra höfunda vísindaskáldsagna er án efa Ray Bradbury
116