Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 138
Tímarit Mdls og menningar
skarinn í Vestur-Evrópu gerir. Væntanlega eru þó Alþýðubandalagsmenn undan-
þegnir þessum ákúrum. Þeir hafa sótt fræðilegan styrk sinn og fyrirmyndir til
Evrópukommúnismans. Skensinu mun beint til þeirra sósíalista sem telja ekki
einhlítt að elta það sem sagt er og gert í Vestur-Evrópu þar sem sósíalísk
hreyfing er í pólitískri sjálfheldu stéttasamvinnunnar, en beina athyglinni meira
að þeim hlumm heims þar sem baráttan gegn auðvaldi og imperíalisma er raun-
verulega háð. Vestur-Evrópa er fyrir löngu hætt að vera miðsvæði heimssög-
nnnar. Að láta sér ekki skiljast það er að stinga höfðinu í sandinn.
í nóvember 1978. Runólfur Björnsson.
Til félagsmanva
Liðið ár var félaginu á margan hátt hagstætt. Afkoman var góð og fjölgun félags-
manna veruleg. Em þeir nú orðnir 3300 og hefur fjölgað um níu hundmð síðast-
liðin fjögur ár. Því takmarki sem við setmm okkur fyrir tæpum tveimur árum,
fjölgun um eitt þúsund nýja félaga, hefur nær verið náð, þar sem framangreind
f jölgun hefur að mestu gerst á s.l. tveimur árum. Fjölgun félagsmanna er mikið hags-
munamál félagsins. Það er ekkert metnaðarmál sem slíkt, heldur gerir okkur auð-
valdara að lækka bókaverð, en það er einn megintilgangur Máls og menningar að
gefa út vandaðar og góðar bækur á viðráðanlegu verði. Þótt bókaverð okkar hafi
síst af öllu verið hærra en gengur og gerist, þá fullnægir það ekki kröfum okkar
sem bemm ábyrgð á rekstri félagsins. Við viljum í senn hafa betri og ódýrari bækur
■en aðrir útgefendur.
Á síðastliðnu ári komu út 29 bækur, auk minniháttar endurútgáfna og fjögurra
hefta af Tímaritinu. Bækurnar komu alls út í 61610 eintökum. Þetta er mesta út-
gáfa sem Mál og menning hefur staðið fyrir frá upphafi. Velgengni undanfarinna
tveggja ára hefur í för með sér fjölgun útgáfubóka í ár. Á þessu ári er fyrirhugað
að gefa út a. m. k. fjömtíu bækur. Verður fjölgunin einkum á sviði barnabóka.
Fyrirhuguð er heildarútgáfa á ritverkum Olafs Jóhanns Sigurðssonar, en fyrri verk
þessa merka höfundar hafa verið ófáanleg árum saman. Þá kemur út seinna bindið
af ritgerðum Kristins E. Andréssonar, framhald af ritsafni Heinesens, ein til tvær
bækur af Skáldsögu um glæp eftir Sjöwall og Wahlöö. Haldið verður áfram með
leikrit Shakespeares og vonandi kemur einnig út síðasta bindi ævisögu Tryggva
Emilssonar. Þá kemur út afmælisrit í tilefni af sextugsafmæli Magnúsar Kjartans-
•sonar auk margra annarra skemmtilegra bóka.
Þrátt fyrir þessa velgengni, sem við fögnum að sjálfsögðu, komumst við ekki hjá
því að fylgja almennri verðlagsþróun í landinu. Framleiðslukostnaður bóka hækk-
aði um nálægt 40 af hundraði síðastliðið ár. Spáð er hækkun á yfirstandandi ári
af stærðargráðunni um 35-40 af hundraði. Með hliðsjón af þessu, svo og því
keppikefli okkar að stækka Tímaritið, hefur stjórn Máls og menningar ákveðið að
hækka árgjöld í kr. 5000 fyrir árið 1979-
Að lokum vil ég geta þess að gíróseðlar vegna árgjaldanna verða sendir út á
næsmnni og eru félagsmenn beðnir að greiða þá hið fyrsta. Þ. O.
128