Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
ná alheimsyfirráðum. í hinum bókunum snúast sakamálin um njósnir,
morð, rán og uppreisnir.
Við skulum taka bókina Höfuð að veði sem dæmi um viðfangsefni Chris
Cool bókanna. Stjórn Equadors hefur miklar áhyggjur af því að indíánum
undir stjórn skæruliðaforingja nokkurs takist að steypa stjórn landsins. CIA
blandar sér í málið og sendir njósnarann Chris og félaga hans til Equadors
til að ráða niðurlögum skæruliðaforingjans og stöðva vopnasendingar til
indíánanna. Njósnurunum tekst að yfirbuga skæruliðaforingjann eftir
hættulegan eltingaleik og þar með koma í veg fyrir uppreisnina. I bókinni
eru andstæðingar stjórnvalda kallaðir „... alræmdir glæpamenn, sem þykj-
ast vera að frelsa þjáðar þjóðir undan kúgun einræðisins".10
I þessum bókum sem víðar er reynt að niðurlægja fólk af öðrum kyn-
þætti en þeim hvíta, það er oft gert að hálfgerðum villimönnum. Dæmi
um þetta eru dakóítarnir svonefndu í Bob Moran bókunum: „Dakóítarnir
voru atvinnumorðingjar Gula skuggans ... þeir voru af indverskum upp-
runa, hreinræktaðir ofstækismenn, algerlega óttalausir og meistarar að nota
rýtinginn.“17 Hið sama liggur að baki þegar aðalsamstarfsmanni Chris
Cool, sem er indíáni, eru eignaðar hinar ýmsu „indíána-eðlishvatir": „Indí-
ánar höfðu eitthvert lag á að þefa óvininn uppi.“18
Aróðurstœki valdhafa
í lokin skulum við draga saman helstu einkenni sakamálasagna fyrir börn
og unglinga og fara nokkrum orðum um hugmyndafræðina sem birtist í
bókunum. Persónur í bókunum eru staðlaðar manngerðir, hvort sem um
er að ræða söguhetjur eða glæpamenn. Söguhetjur eru yfirburðamanneskj-
ur, búnar hæfileikum svo sem hugrekki og dirfsku sem gera þeim kleift
að ráða fram úr hverjum vanda. Vegna þessara stöðluðu einkenna eru þær
hver annarri líkar. Söguhetjur eru dýrkaðar og dáðar af vinum sínum og
reyndar öllum öðrum. Sú hetjuímynd karlmannsins sem þar birtist á ekkert
skylt við raunveruleikann fremur en kvenímyndin í bókunum. Aldrei eru
bornar brigður á réttmæti starfa og aðferða söguhetjunnar enda væru sög-
urnar þá ósamkvæmar sjálfum sér: hetjan er að vernda samborgarana, eigur
þeirra eða þjóðfélagið í heild. í krafti þess leyfist þeim að beita þeim að-
ferðum sem þurfa þykir, jafnvel særa fólk eða drepa.
Andstæða hetjunnar er glcepamaðurinn. Nokkur munur er á glæpa-
162