Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar flokki eru söguhetjur háttsettar í lögreglunni eða fulltrúar hennar víða um heim. Störf þeirra eru ekki síður gerð spennandi. í öllum bókunum er starf lögreglu og söguhetja að viðhalda þjóðskipulaginu og valdahlut- föllunum óbreyttum. I fyrri hópnum gegn árásum innan frá. I þeim síðari eru þeir að verja það gegn árásum utan frá, nokkurs konar útverðir hins kapítalíska heims. Konur eru í mjög svo hefðbundnum hlutverkum í bókunum. I fyrri flokkunum tveimur eru það mæður, frænkur og vinnukonur sem koma fyrir. Þær sjást rétt í svip þegar þær eru að nesta krakkana eða gæta þess að þau séu hlýlega klædd. Þær eru sívakandi yfir velferð barnanna og hræddar um þau. I 1. flokki eru stelpur (ef þær koma fyrir) í ráðum með strákunum en þeim er jafnan hlíft ef til átaka kemur. Mjög víða er hlut- verkaskiptingin ótvíræð: „Stelpurnar verða að þvo upp og ganga frá matn- um. Við sitjum aftur á móti hér og bíðum, unz þær hafa lokið störfum, hvílum okkur svolítið," segir Finnur, foringi í Fimmbókunum.20 Eina raunverulega kvenhetjan í sakamálasögum er Nancý, sem er aldrei hrædd eða ráðalaus. Hún er þó prýdd ýmsum „kvenlegheitum", t. d. getur hún „... ekki farið á dansleik án þess að hafa púðurdós með sér".21 I 3- flokki breytast hlutverk kvenna. Mæður, frænkur og vinnukonur hverfa en í þeirra stað eru komnar ungar og kynþokkafullar konur, sem freista sögu- hetja, svo sem konan sem Steve hugsar um, en hörund hennar „var eins og fílabein og líkamsvöxturinn eins og til orðinn í ópíumdraumi ástar- þyrsts unglings".22 En eru bækur, þar sem allt er svona gróflega einfaldað og falsað, sann- færandi? Á ytra borðinu er raunveruleikablær á bókunum, allt er sett fram eins og um blákafdan veruleikann sé að ræða og vandamálin sem söguhetjur fást við þekkja allir af eigin raun eða af fréttum sem raunveru- leg vandamál. í þessu m. a. felst fölsun bókanna. Stefán Jónsson orðaði þetta svona: „Sögurnar þykjast byggja á raunveruleika, en afskræma hann.“ „Þær segja allt ósatt um mannlega tilveru og snúast í sífellu um undan- tekningar, sem þær gera að aðalatriðum."23 Þau vandamál sem bækurnar fjalla um eru slitin úr samhengi, orsakir ekki nefndar eða logið til um þær. En ekki er nóg með að sögurnar gefi falska mynd af raunveruleikanum. Öll hugmyndafræði þeirra er einlitur áróður. Afstaða til kvenfólks og hlutverks þeirra í þjóðfélaginu er afturhaldssöm. Bækurnar eru einnig 164
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.