Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 121
verða áþreifanleg í viðskiptum þeirra
Afa og Berjabíts.
Þessir tveir heimar sögunnar eru skýrt
aðskildir en Afi er þeim sameiginlegur,
þannig að ævintýrið verður einskonar
innskot í raunveruleikann, veröld Afa
cg Ommu, sem umlykur allt sögusviðið.
Eitt af því sem gerir söguna af Berja-
bít að meira listaverki en margar aðrar
sögur er það hvernig skilja má hana á
mismunandi plönum miðað við þroska
cg djúphygli lesanda (eða hlustanda).
í fyrsta lagi er það „sagan" sjálf, sam-
skipti Ommu, Afa og Berjabíts og sam-
töl þeirra sem fyllilega má njóta án þess
að fleira komi til. En í öðru lagi kemur
umfjöllun um ýmis vandamál sem verða
lifandi og áþreifanleg í tengslum Afa
og Berjabíts og áður er minnst á. Þessi
vandamál má skilja ýmsum skilningi og
heimfæra uppá veröldina sem við öll
lifum í. I þriðja lagi er síðan margvís-
leg heimspekileg umfjöllun sem sam-
ofin er sögunni. Þar má nefna spurn-
inguna um að eiga og deila með öðrum,
cigingirni eða gjafmildi. Einnig er fjall-
að um það að hafa vit fyrir öðrum, þeg-
ar Afi segir Berjabít hvernig hann eigi
að komast heim, sem reynist með öllu
haldlaust. I einu samtali þeirra er vikið
að Guði og bæninni eða öllu heldur því
að biðja fyrir sér. Akaflega vel er farið
með þessi viðkvæmu mál og niðurstaða
umræðunnar er sú að maður þarf ekki
endilega að skilja allt sem maður þykist
vita, að til er fleira en það sem maður
hefur sjálfur heyrt og séð. Spurningin
um að vera heima eða fara burt kemur
mikið við sögu. „Já, en það er ekki
vandalaust að hafa vængi. Hann flaug
of hátt og flaug of langt. Það var nú
ólánið hans......
Hugsaðu þér hvað fuglarnir hafa ver-
ið öfundaðir af vængjunum. Og svo
Umsagnir um bcekur
villast þeir bara í önnur lönd./..../ ■—
Já, en ef hann hefði ekki haft vængi,
væri hann bara mörgæs, eða ég veit
ekki hvað." (bls. 52-53). Sagan gefur
ekki endanlegt svar um hvort heima sé
best eða hvort útþráin og ævintýraleitin
séu skárri. En Afi og Berjabítur hafa
báðir nokkuð til síns máls.
Maður gæti lengi haldið áfram að
tína til spurningar sem fléttaðar eru
saman við þessa sögu og seint yrði sá
listi tæmdur. En þessi samflétta er gerð
á svo listilegan hátt að langt er frá því
að maður hafi á tilfinningunni að verið
sé að troða slíku uppá mann.
Margir höfundar sem ætla sögur sín-
ai fyrir börn hneigjast til þess að skrifa
á einhverskonar tilbúnu barnamáli sem
oftast verður tilgerðarlegt og væmið,
enda hvergi til nema í huga viðkom-
andi höfundar. Um Berjabít gegnir allt
öðru máli.
Stíllinn á þessari sögu er tvímæla-
laust það sem sker úr um að hún ber
af flestum öðrum sögum. Sagan er ákaf-
lcga ljóðræn. Hún er skrifuð á einföldu
cg fáguðu máli sem jaðrar stundum við
að vera hátíðlegt en verður aldrei til-
gerðarlegt. Þessi tæri einfaldleiki nýmr
sín kannski best í náttúrulýsingum, sem
eru snar þáttur í frásögninni og mynda
fallegt baksvið og umhverfi atburðanna.
En þessir stílseiginleikar halda sér einnig
vel í samtölum og öðrum lýsingum. Það
er eins með stíl þessarar sögu og annað
í henni, að hann má skilja á mismun-
andi plönum. Börn á ýmsum aldri og
fullorðnir geta skilið, tileinkað sér og
nctið hans hver með sínum hætti. Og
því oftar sem sagan er lesin þeim mun
betri verður hún. Slíkt er aðal verulega
góðra bóka.
Gunnlaugur Astgeirsson.
247