Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 15
Ádrepur
Enn er sagt frá breytingum á ritstjórn Tímarits Máls og menningar. Þor-
leifur Hauksson, ritstjóri þess frá 1977, hefur flutt sig um set og tekið við
lektorsstarfi í Uppsölum í Svíþjóð. Hans er sárt saknað hér heima, en þó
viljum við sem eftir sitjum í ritstjórn og ritnefnd óska honum velfarnaðar
ytra. Nýr ritstjóri er boðinn velkominn, dr. Vésteinn Olason, dósent við
Háskóla Islands og varaformaður Máls og menningar.
A síðasta ári komu út fimm hefti af Tímaritinu og var jafnvel ráðgert að
fjölga þeim upp í sex á þessu ári. Ekki verður af því og liggja til þess ýmsar
orsakir, einkum fjárhagslegar, en heftin verða fimm, þrjú í vor og tvö í
haust. Með reglulegri og allþéttri útgáfu Tímaritsins ætti að mega nota það
til umræðu um flest mál sem ekki eru rígbundin við vettvang dagsins.
Þema þessa heftis varðar einkum öryggismál, eða „öryggisleysismál" eins
og sumir vilja kalla þau. Fjórir höfundar reifa þau frá ólíkum sjónarhólum,
Guðmundur Georgsson læknir, séra Gunnar Kristjánsson, Garðar Mýrdal
eðlisfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Þetta er franilag
Tímaritsins til víðtækrar umræðu sem nú fer fram um heim allan um
vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna og ógnina sem mannkyninu stafar af
því. Þessum greinum er ætlað að færa þá umræðu nær okkar aðstæðum hér á
landi.
SA
Árni Bergmann
Fréttaregn um afvopnunarmál
Hryggjarstykkið í þessu Tímaritshefti eru afvopnunarmál. Og svo vill til, að
um það bil að heftið fer í prentun rekur hver fregnin aðra af þessum
vettvangi. Nýr oddviti Sovétríkjanna, Andropof, hefur lagt fram tillögur
um að fækka kjarnaoddaeldflaugum af gerðinni SS-20 og eyðileggja hluta
þeirra gegn því, að ekki verði af því að Nató setji upp nýjar meðaldrægar
eldflaugar í löndum Vestur-Evrópu. Allmargir talsmenn Natóríkja hafa lýst
þessar tillögur jákvæðar, sem og tillögur Varsjárbandalagsríkja um griðasátt-
5