Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 115
Bókmenntaviðhorf sósíalista í byltingunni 1917 varð til mikil hreyfing í Rússlandi sem hét Öreiga- menning (Próletkúlt). Sumir forystumenn hennar héldu því fram að hug- myndaheimur manna ákvarðaðist beinlínis af efnislegum aðstæðum þeirra. Verkalýður á stórum vinnustöðum er alltaf í samstarfi, og því hlyti hann að hafa hugsunarhátt samstarfs, bróðurlegrar samhjálpar. Þessi hugsunarháttur væri eðlisólíkur einstaklingshyggju borgarastéttarinnar og einyrkjabænda; sem og valdboðshugsunarhætti aðals og klerka. Bókmenntir öreigastéttar- innar hlytu að endurspegla þennan nýja hugsunarhátt hennar nú þegar á tímum auðvaldsdrottnunar í heiminum, einnig ættu sannar öreigabók- menntir að endurspegla reglubundna hrynjandi færibandavinnunnar í hrynjanda máis eða skáldlegra mynda. Þetta viðhorf er kallað vélræn efnishyggja eða dólgamarxismi. Marx, Engels, Lenín, Trotskí, o.fl. börðust gegn því alla tíð.2) Því þótt tilvera okkar sé ein heild, og framleiðsluhættir móti sögu hennar til lengdar, þá mótast hún hverju sinni líka af menningarhefðum, hugmyndaheimi, stjórnmála- ástandi, o.s.frv. Því er verkalýðurinn, einsog aðrar stéttir í auðvaldsþjóðfé- lagi, yfirleitt haldinn borgaralegum viðhorfum, sem hvarvetna ríkja í þjóðfé- laginu, og spretta af því. Ella væri verkalýðurinn löngu búinn að gera sósíalíska byltingu. En þessi dólgamarxismi er undirrót alþýðudekurs, þ.e. að gera ríkjandi smekk alþýðu að hæstarétti um listaverk. Þetta er alltannað mál en það, að taka mið af hugmyndaheimi þess sem maður er að tala við. Af misskilinni alþýðuvináttu er hugarheimur kúgaðrar stéttar, hugarheimur sem endur- speglar kúgunina, gerður að endanlegum mælikvarða á gott og illt, framsæk- ið, róttækt eða borgaralegt. Augljóslega er varla hægt að ímynda sér öfgafyllri íbaldsstefnu. Meginatriði sósíalrealismans er sá boðskapur, að skáldverkið eigi að vekja fólk til baráttu meðþvíað sýna baráttu, sýna verkalýðinn berjast stéttvísan í samtökum sínum, sýna fyrirmyndarhetjur sem sigrast á tregðu og deyfð stéttsystkina sinna, svoað verkalýðurinn taki höndum saman og sigri stéttar- óvininn. Yfirleitt ríkir hér borgaraleg einstaklingshyggja, einsog t.d. í Islandssögu Hriflu-Jónasar: einstök stórmenni stíga fram á sviðið og móta fjöldann, Og þetta er kannski engin furða. Borgaraleg áhrif eru sínálæg, einsog áður segir, og birtast þau ekki einmitt í boðun svona stefnu? Sýnir það ekki heldur litla virðingu fyrir undirokuðum þjóðfélagshópum, að halda að þeim hugkvæmist barátta fyrir réttindum sínum helst við skáld- sagnalestur. Auðvitað gætu orðið til mikil listaverk sem lýsa byltingarbaráttu — og eru sjálfsagt til. En er ekki hrein hughyggja (snillingadýrkun) að gera ráð fyrir að skáld dragi svoleiðis bara uppúr hugarfylgsnum sínum? Það er með þetta einsog annað, skáld verða að þekkja efnið tilað geta skapað listaverk úr því. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.