Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 62
Tímarit Mdls og menningar núna búið að styrkja læsinguna, setja hespu og rammgerðan hengilás frá Basta. Þetta fannst félögunum hreinasta ósvífni, auk þess bentu þessar aðgerðir til að núna væri kompan venju fremur stútfull af verð- mætum. Þeir stukku á hurðina báðir í einu með lappirnar á undan og í fimmta sparki lét karmurinn undan og spýtnabrak og brestir dundu um ganginn þegar hurðin lagðist inn. En í kompunni var ekkert merkilegt, aldrei þessu vant, ekkert nema dekk og stígvél og gasprímus og saft og sulta merkt árgöngum. Berjasaft 1952 o.s.frv. Heimilið sem átti geymsluna hafði byrgt sig upp af klósettpappír og hálffúlir stálu þeir einum stórum plastsekk fullum af skeini, frekar en að fara tómhentir. Þegar þeir voru á leiðinni út eftir ganginum hlaðnir þessum lífsnauðsynjum opnuðust skyndilega dyrnar og tveir glaðhlakkalegir menn í viðbragðsstellingum véku sér innfyrir. — Jæja pörupiltarnir! Gómaðir glóðvolgir! Þetta voru karlmenn á besta aldri og annar þeirra, mærðarlegur sellóleikari, náði taki á Grjóna. — Nú verður farið niðrá stöð með ykkur! I því slokknuðu ljósin á ganginum og í myrkrinu upphófust hálfkæfð óp og stympingar, þegar hendi með gylltum hring náði aftur í slökkvarann og kveikti voru strákarnir að snarast út um dyrnar með pappírssekkinn en sellóleikarinn lá á ganginum og hélt um blæðandi nefið. Strákarnir komust út úr blokkinni og fyrir hornið og út að Rafmagnsveitublokk þarsem þeir blésu mæðinni og hringdu á öllum tökkum dyrasímans og skemmtu sér við að hlusta á heilan stigagang lenda í ráðvilltum samræðum í gegnum kalltækin. Þá sáu þeir að þeim var veitt eftirför úr Listamannablokkinni og hlupu af stað, líklega hefðu þeir náðst ef ekki hefði stoppað leigubíll sem þeir stukku inní og hurfu á brott með. — Voruð þið eitthvað að stríða þessum fólum? spurði Höskuldur leigubílstjóri, sem var góðvinur strákanna og átti heima í hálfum bragga við hliðiná Tommabúð. Hann keyrði hring um hverfið á gamla daunilla leigubílnum sínum, rúnum ristur miðaldra pipar- sveinn og sagði þeim kvennafarssögur af sjálfum sér frá því hann var á þeirra aldri. Hann hélt hann hefði ekki verið nema tíu ára þegar hann var farinn að grípa í dömurnar, svo sagði hann brandara um 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.