Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 129
Umsagnir um bakur Redd-Hannesarríma af Steingrími Thorst. og fleirum (sbr. Isl. æviskrár). Og af mynd hans að dæma í prentaratal- inu, þá hefur hann nánast verið glæsi- menni þegar hann var upp á sitt bezta. — Hér get ég ekki stillt mig um að skjóta því að tii gamans, að svo ótrúlegt sem það kann að virðast þá man ég glögglega eftir þessum manni og heyrði reyndar talað um hann oftlega. Eg sá hann að vísu aðeins í eitt skipti svo ég muni, það hefur verið sumarið 1930, þegar ég var sex ára: Hann stóð á tröppupalli að húsabaki við Ránargötu, gamall og grannholda í gráum fötum og með grátt yfirskegg; ef hann var ekki með gullkeðju þvert yfir vestið, þá er það furðulegt misminni, en segir sitt; eitt- hvað var hann að sussa á okkur krakkana sem vorum þarna að leik (Hét kannski einhver þeirra Hannes?). Menn kunna að spyrja, hvernig í ósköpunum hafi staðið á því, að ég var þarna stadd- ur. Jú, hún Guðrún amma mín var að heimsækja hana nöfnu sína sem bjó uppi í risinu — langömmu Isaks Harðarsonar skálds. Einhver sagði svo ég heyrði, að þetta hefði verið hann Fúsi fasti. Eins og áður er nefnt kynntist ég ekki Hannesi fyrr en hann var átján ára, en ég á sextánda ári. Þá vorum við báðir orðn- ir skáld. Mikil ósköp. Jájá. Um þær mundir tókust kynni með nokkuð mörgum upprennandi rithöfundum og skáldum, fleirum en Hannes nefnir í endurminningunum, og er þó skilmerki- lega frá því sagt á flestan hátt svo langt sem það nær. En þær frásagnir ná ekki ýkja langt reyndar, og eru að mestu leyti á ytra borði, einnig hvað sjálfan hann snertir. Það er með ólíkindum hvað hann seg- ir lítið frá sjálfum sér sem skáldi; hvergi er vitnað í neitt af því sem hann setti saman á þessum árum, hvorki ljóð né prósa, fremur en það hafi alltsaman ver- ið leirbull sem hann skammast sín fyrir nú. En það var nú eitthvað annað en svo væri. Astæða þessa kann að vera tvenns- konar: Hann má vera búinn að gleyma því öllu eins og það leggur sig (og ber nú að minnast þess að hann hélt mikla handritabrennu forðum, þar sem hann brenndi víst ekki einvörðungu eigin pródúkti, heldur sendibréfum annarra o.fl.); og svo hitt, að ritið er ekki saman tekið á íslenzku og ekki ætlað Islending- um fyrst og fremst, en væntanlegir les- endur í Noregi e.t.v. ekki mjög ginn- keyptir fyrir fjörutíu ára gömlum yrkingartilraunum unglinga hér úti í hafsauga. Hér er hvorki staður né stund til að gera neina úttekt á H.S. eins og ég minn- ist hans frá þessum fyrstu fimm árum sem ég þekkti hann. í smásögu sem ég skrifaði einhverntíma uppúr stríðinu, þar sem ég leyfði mér að koma að lýs- ingum á nokkrum kunningja minna, er sagt svo um skáld að nafni Hannes Jó- hannes: „ . . . þráði stundum einveru, langaði til að passa hænsn í afskekktum fjalldal þar sem hann gæti skrifað í næði, vildi skrifa margar þykkar bækur um lífið . . . “ Ef þessi lýsing passar við Hannes Sigfússon þessara ára, þá var hann auðvitað dagdraumamaður rétt eins og við vorum allir að meira eða minna leyti, nema hvað hann var máski ívið óraunsærri flestum öðrum í dag- draumunum og lagði ekki ýkjamikið á sig til að láta þá rætast. Það var sem hann væri teygður milli tveggja öfga: Annars- vegar langaði hann og beinlínis planlagði að skrifa þykkar, sálfræðilegar skáld- sögur með ljóðrænu orðskrúði og bar að vonum djúpa virðingu fyrir þeim höf- undum lífs og liðnum sem haft höfðu 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.