Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 17
Ádrepur Kæra Hlín! Ég efast hvorki um sálfræðilegt, sögulegt né félagslegt gildi þeirra bók- menntaforma sem gefið hefur verið samheitið ævintýri, eins og ég tek raunar fram í grein minni. En af svari þínu er helst að ráða að þér hafi yfirsést það. Ég er á hinn bóginn andvígur því að skella ævintýrum umhugsunarlaust á leiksvið. (Ég vil ekki æra óstöðugan með því að fjalla frekar um sorgleg eftirdæmi þess, er „nútímaskáld“ færa skekkta lífssýn sína í ævintýrabúning fyrir börn.) Mér sýnist rétt að vísa hér til orða Bruno Bettelheim, ekki hvað síst vegna þess að þú gerir hann að andmælanda mínum í grein þinni. „Fullorðnir jafnt sem börn velja oft þá auðveldu leið að fela þá þraut öðrum á vald að setja sér sögu fyrir hugskotssjónir. En ef við látum myndlistarmönnum eftir að marka ímyndunarafli okkar braut er það ekki okkar lengur og sagan glatar verulega persónulegri merkingu sinni. Ef börn eru t.d. spurð um útlit ófreskju sem komið hefur fyrir í sögu sem þau hafa heyrt eru svörin býsna ólík: risavaxnar verur í mannsmynd, í mynd dýra o.s.frv. Og sérhver þáttur svarsins er afar þýðingarmikill fyrir þann sem gerði sér þessa mynd. Þessir þættir glatast hins vegar ef við sjáum ófreskjuna eins og listamaðurinn málaði hana í samræmi við ímyndunarafl sitt, sú mynd er vitaskuld miklu fullkomnari en óljós ímynd okkar. Ef til vill látum við okkur standa á sama um ófreskjuna, hún hefur ekkert að segja okkur — eða hún skelfir okkur án þess að vekja með okkur önnur hrif og dýpri en einskæran ótta.“ Og ég var einmitt að fjalla um ótta í þessum skilningi í grein minni, það óttalega leikhús sem svo oft bitnar á börnum. Hræðir þau með myndrænni framsetningu á borð við þá sem Bruno Bettelheim talar um, en í leikhúsinu gengur hún bara miklu lengra en myndskreytingar í barnabókum og bælir þannig ímyndunarkraft barnsins á miklu eindregnari hátt. Það er nefnilega betra að lesa bókina alla spjalda á milli og láta sér ekki nægja að henda á lofti tilvitnanir annarra í hana. Haustið 1979 var ég á leikferð á vegum vestur-þýska barna- og unglinga- leikhússins Grips um Norðurlönd og átti þess þá kost að kynnast starfi og kenningum Unga-Klara leikhússins í Stokkhólmi. Af samræðum við að- standendur leikhússins og ýmsum textum frá þeim runnum virtist mér starfið snúast einkum um tilraun til þess að sprengja þau hegðunarmynstur 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.