Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 85
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis honum hiklaust í gráan: „at a grey Februar sky“. I ljóði Hannesar Péturs- sonar „Gamall þulur“10) kemur fyrir orðasambandið „borð og súð“. í huga þýðanda verður þetta hins vegar að „table and chair“ eða „borði og stól“, sem er óneitanlega miklu algengara par. í þessu sama ljóði má einnig sjá dæmi þess að breytt er um tölu á nafnorði, en slík ónákvæmni er mjög algeng í þýðingum þessa rits. I lýsingunni á gamla manninum segir: höndin horuð og grá hékk út af bríkinni, sem í þýðingunni verður: the hands skinny and gray hanging from the arms. Við þetta breytist stelling mannsins og verður nokkuð undarleg. Ef Hannes Pétursson hefði viljað láta báðar hendurnar á honum hanga hvora fram af sinni bríkinni, þá hlýtur að mega ætla að hann sé nógu gott skáld til að geta komið því sjálfur til skila. „Grafarasaungur" eftir Þorstein frá Hamri hefst á því að grafarinn ávarpar jörðina: Veistu það jörð að við erum frelsarar heimsins / og innan skamms verða guðirnir lagðir til hvílu. I lok ljóðsins er upphafslína þess endurtekin með þeirri einu breytingu að í stað jarðarinnar er það moldin sem er ávörpuð: veiztu það mold að við erum frelsarar heimsins.'01 Grafarinn samsamar sig sem sagt jörðinni og moldinni gegn guðunum. I þýðingunni er þessu hins vegar alveg snúið við og grafarinn látinn ávarpa guðina en ekki moldina í síðustu línunni: do you know gods, that we are the world’s redeemers? Með því að þýða mold með gods verður ljóðið vitaskuld algjör merkingarleysa. Hjá þessu hefði verið hægt að komast ef þýðandi hefði gefið sér tíma til að staldra við eitt augnablik, bera texta sinn saman við frumtextann og hugleiða lítið eitt efni þess ljóðs sem hann var að þýða. Svipaðrar fljótfærni gætir í ljóði Sigfúsar Daðasonar „Borgir og strendur XV“ í erindinu þar sem segir: Eg þekki betur en allt annað skjálftann sem fer um hjartað þegar það heyrir að almenningur á ferli og sjálf smábörnin allt í kring tala þess eigið mál.12) I þýðingunni verður þetta: I know better than anything else the quiver going through the heart as it hears that the people are stirring and the little kids themselves all around speaking the heart’s own language. I ljóði Sigfúsar fer skjálfti um hjartað við að heyra móðurmálið, það mál sem almenningur og jafnvel smábörnin tala. Þýðandi hefur hins vegar mislesið þriðju línuna sem: „þegar það heyrir að almenningur er á ferli“, og 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.