Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar hefur auk þess ekki áttað sig á merkingu orðsins sjálfur í næstu setningu. í þýðingunni fer því hjartað að skjálfa við það að heyra umgang í almenningi og að börnin eru að tala sjálf. Þannig kemur það oft fyrir í þýðingunum að samhljóða eða líkum orðum er blandað saman. I ljóði Sigfúsar Daðasonar „Mosaþakið hraunið“ hefur t.a.m. sögnin „að finna“ í ensku merkingunni „to feel“ verið þýdd með „to discover", sem merkir „að uppgötva". Við finnum jörð undir fótum okkar / rigninguna slá andlit okkar verður We discover earth under our feet / the rain lashes our faces.li) Tilfinningin fyrir snertingunni við jörðina og rigninguna sem kemur fram í ljóðinu er alveg horfin í þýðingunni, fyrir nú utan það hve þetta hlýtur að orka undarlega á enskumælandi lesendur. Enn undarlegra verður þetta í þýðingunni á sögu Astu Sigurðardóttur „Gatan í rigningu“. I frumtextanum er fallhljóði rigningardropanna hvað eftir annað líkt við píanókonsert sem ódauðlegur snillingur er að leitast við að spila á gangstéttir jafnt sem öskutunnulok við sífelldar truflanir og misjafnan árangur. Á einum stað eru þessu lýst á þennan hátt: Sá ódauðlegi snillingur reyndi enn að nýju möguleika síns hljóðfæris. Það var eins og gómum væri drepið á holan málm.M) Þýðandinn sem hefur ekki skilið líkinguna leggur ranga merkingu í orðið „gómur" og hefur þetta svona: The omnipotent genius tried once again the possibilities of his instrument. It sounded like the smacking of gums on hollow metal. Enska orðið „gum“ þýðir að vísu gómur en aðeins í merkingunni tanngómur. I stað fingurgóma píanósnillingsins eru í þýðingunni komnir skellandi tanngómar, hvernig sem erlendir lesendur sögunnar nú velja að ráða fram úr þeirri mynd. Villurnar í þýðingunni á þessari sögu eru fleiri en svo að hægt sé að nefna nema fáeinar hér. „Feig náttfiðrildi“ verða að dauðum mölflugum og „fátækraþerrir“ að snúrum fátæka fólksins, og á einum stað hefur þýðandi verið að flýta sér svo mikið að hún hefur lesið „fötunum mínum“ sem „fótunum mínum“ og þýtt föt með feet. Til mislestrar og skorts á tilfinningu fyrir myndmáli má einnig rekja hrapallega þýðingu á ljóðinu „Hedda Gabler“ eftir Vilborgu Dagbjartsdótt- ur. I frumtexta er það svona: Þín biðu engar sólskinsstrandir. Alsköpuð stökkst þú úr höfði meistarans til þess eins að farast í brimrótinu.15) 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.