Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar mannkyninu lífsnauðsynlegur. Boðskapurinn um frið er pólitískur boð- skapur sem er þó þess eðlis, að hann stendur í eðli sínu utan við alla flokkspólitík. Það sem gildir þegar málefni friðar og afvopnunar eru annars vegar er vilji og álit almennings um allan heim. Afvopnunarráðstefnur hafa engan árangur borið til þessa og gildir þá einu hvort þar er um að ræða alþjóðlegar ráðstefnur eða (tvíhliða) viðræður risaveldanna. En hin mikla þátttaka almennings í umræðum um frið og afvopnun undanfarin misseri hefur þegar sýnt, að þar er á ferðinni sterkasta aflið. Þetta á einnig við um kirkjur í löndum austan járntjalds, umræðan um frið og afvopnun, andóf gegn hernaðarhyggju og kjarnorkuvopnum hefur náð fótfestu þar víða, ekki hvað sízt í lúthersku kirkjunni í Austur-Þýzkalandi sem hefur lengi haldið uppi andófi gegn hernaðarhyggju þar í landi, þrátt fyrir takmarkað frjálsræði til starfa. En farvegir friðarins eru fleiri en kirkjur þótt sérstaklega hafi verið getið um þeirra framtak og þá sérstöku möguleika, sem kirkjur heimsins hafa. En á það skal bent, að alþjóðleg kirkjusamtök hafa hvatt alla til þess að starfa saman þegar málefni friðar og afvopnunar væru annars vegar: kristnir menn og guðleysingjar, fólk af öllum trúarbrögðum, hægri menn og vinstri o.s.frv. I þessu málefni gildir það fyrst og síðast, að friðurinn byrji heima, að þeir sem um hann fjalli reyni að iðka sjálfir „uppeldi til friðar“ m.a. með því að starfa með fólki sem hefur aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Leiðrétting Meinleg villa slapp inn í umbrotna próförk að grein Hannesar Péturssonar í síðasta hefti, Sjöföld en þó samein stjarna. í fyrstu vísunni í kvæði Gríms Thomsens á bls. 517 stendur orðið sólkerfi í staðinn fyrir sólakerfi. Ritstjórn biðst innilega afsökunar og fer þess vinsamlegast á leit við áhugasama lesendur að þeir færi leiðréttinguna inn í eintak sitt af heftinu. Rétt er vísan svona: Öll að sjái sólakerfi, svo er enginn maður skyggn; stýrir hverju stjörnuhverfi stærsta sól að birtu’ og tign. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.