Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 51
Við erum öll ábyrg brunasár. Pólarísinn mun bráðna og lönd sökkva í sæ. Nálægt sprengju- svæðinu mun allt súrefni brenna upp, svo að þeir sem komast í byrgin kafna. Hvar á að fá mat og vatn í öll þessi ár sem geislavirkni verður á hættustigi? Sprengjurnar sem líklega yrðu notaðar eru margfalt öflugri en þær sem varpað var á Hirosima og Nagasaki og því verða afleiðingarnar margfalt verri. Hverjar sem þær kunna að verða, verður allt of dýrkeypt að sannreyna þær, til þess má aldrei koma. Kjarninn í boðskap Helen Caldicott og fleiri friðarsinna er sá að við séum hvert og eitt ábyrg gagnvart komandi kynslóðum og jörðinni sem við byggjum. Eina leiðin er að sameinast í baráttunni fyrir friði og afvopnun og knýja fram breytingar. Hver og einn getur byrjað heima hjá sér, lýst húsið sitt og bílinn kjarnorkuvopnalaust svæði, sem er auðvitað ekki annað en viljayfirlýsing um að kjarnorkuvopn séu óæskileg. Síðan má halda áfram, lýsa bæjarfélagið kjarnorkuvopnalaust svæði, líkt og gert hefur verið í Bretlandi, Norgi og víðar. Allt vekur þetta umræður sem eru til alls fyrstar. Síðan þarf að móta nýja stefnu í heimsmálum. „Við getum ekki látið karla sem haga sér eins og 13 ára unglingar ráða ferðinni í heiminum“, segir Helen Caldicott. „Eg líð það ekki að slíkir menn ráði því hvort börnin mín fá að lifa áfram. Við erum að bregðast sem foreldrar ef við tryggjum ekki framtíð barnanna okkar.“ Helen Caldicott hefur mikla trú á konum sem þjóðfélagslegu afli, vegna þess að konur standa utan hernaðarmaskínunnar. Hún segir einfaldlega að þessi helmingur mannkynsins sem svo lengi hefur haldið sig heima við eigi að taka völdin, kannski gæti það orðið til að bjarga því sem bjargað verður. Þeir sem hafa séð og heyrt Helen Caldicott hljóta að hrífast af krafti hennar og trú á lífið. Hún setur fram ógnvekjandi staðreyndir í þeirri von að upplýsingar komi fólki af stað. Um leið er hún sjálf tákn þess að til einhvers er að berjast. Stundum virkar málflutningur hennar yfirborðslegur, hún lýsir stjórnmálamönnum t.d. eins og óþægum strákum en hliðrar sér hjá því að fara undir yfirborðið í leit að orsökum. Hún nær hins vegar fram sterkum áhrifum og allir skilja hvert hún er að fara. Sjálf segir hún að óttinn reki sig áfram, óttinn við það sem getur gerst ef við stöndum okkur ekki mannlífinu til varnar. „Stundum hef ég gripið til þess ráðs þegar ég vakna á morgnana og óttinn sækir að mér að fletta upp í 23. sálmi Davíðs, þar sem segir: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Eg var algjörlega trúlaus kona, en friðarbaráttan færði mér trú á guð. Minn guð er lífið og sköpunarverkið sem við verðum að varðveita." 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.