Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 117
Bókmenntaviðhorf sósíalista þetta (þarmeð er ekki sagt að sagan sé óaðfinnanleg!). En Dagnýju nægir ekki að sýnt sé, höfundur þarf þaraðauki að segja okkur — væntanlega hvað okkur eigi að finnast um það sem sýnt er, kannski átti Magnea að sýna okkur hressa stelpu í uppreisn gegn kerfinu, í stað manneskju sem kerfið hefur brotið niður („Eldhúsmellur snúa aftur“?). Hvort gæfi nú neikvæðari mynd af kerfinu? Hvernig sem Dagný hefur hugsað sér þetta, virðist mér svona þröngsýni eðlisandstæð bókmenntum. Byltingarbókmenntir Margir þeir sósíalistar sem boða að bókmenntir eigi að leggja lið baráttunni fyrir betra heimi, leggja höfuðáherslu á neikvtebar bókmenntir. Bókmennt- irnar eiga þá að afhjúpa vankanta heimsins og haldleysi hugmynda sem reyna að sætta fólk við þessa vankanta. Stundum gera þær hversdagsleikann framandi, jafnvel fáránlegan, svoað menn taki eftir honum, sjái hvað hann er fráleitur og fari að hugsa umað breyta honum. A þessu sviði er margra góðra skálda að minnast og ólíkra, ég nefni bara Bertold Brecht, Halldór Laxness og Jökul Jakobsson. Raunar virðist mér sem fleirum, að nú á dögum sé einna mest um góðar bókmenntir á þessu sviði. Þetta hefur verið skýrt þannig, að andstaðan skerpi sýn skálda, og því hafi mörg helstu skáld þessarar aldar komið úr röðum róttækra sósíalista, en önnur úr röðum fasista. Áreiðanlega höfða niðurrifsbókmenntir almennt til fólks sem býr við afdankað hagkerfi. Og hér held ég að afstaða skáldsins til lesenda skipti miklu máli. Uppbyggilegar bókmenntir hugsa fyrir lesandann, hvort sem þær eru fylgjandi ríkjandi þjóðskipulagi eða ekki, en neikvæðar bókmenntir beinast að því að vekja lesandann til efa og sjálfstæðrar umhugsunar. Hinsvegar væri hrein firra að ætlast tilað skáld reyni almennt að skrifa í þessa veru. Það er helsti útbreiddur misskilningur að skáld séu brautryðj- endur, sjáendur framtíðarinnar, o. s. frv. Þau eru það vissulega oft gagnvart vanþróuðustu hópum þjóðfélagsins, en annars er skáldskapur yfirleitt á eftir þjóðfélagsþróuninni, enda er efniviður hans viðbrögð manna við atburðum, við þróuninni, fremur en atburðirnir sjálfir. Hugmyndaheimur manna breytist þegar þjóðfélagslegar aðstæður þeirra breytast — en miklu hægar. Sérstaklega vill tilfinningalíf þeirra og dulvitund verða á eftir vitsmunum í þróuninni. En öll þessi öfl persónuleikans eru virk í listsköpun. Það er því alveg fáránlegt að boða einhverja eina stefnu sem eigi að vera leiðarljós skálda almennt. Það hlýtur að fara eftir mismunandi aðstæðum skálda, upplagi og reynslu, hvað þau geta best gert, og til hvaða lesendahóps, hvaða hugmyndaheims þau geta höfðað.31 Sum geta höfðað til þróaðasta þjóðfélagshópsins, þess sem best þekkir möguleika núverandi þjóðskipulags og takmarkanir. En listsköpun kemst ekki framúr lífsreynslu 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.