Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
mergur málsins væri að gera það ástand samningsbundið. Þess er rétt að
geta, þótt stefna Noregs og Danmerkur sé að hafa ekki kjarnorkuvopn á
friðartímum, að þau hafa ekki afsalað sér þeim möguleika, að taka við þeim í
stríði, enda mundi það brjóta í bága við strategíu NATÓ (7). Það má ætla að
sama gildi um Island, en þess ber að geta að Kekkonen nefndi Island ekki í
tillögum sínum. Af ofangreindum ástæðum höfnuðu Danir og Norðmenn
hugmyndum Kekkonens og það litla sem hefur heyrst frá íslenskum
ráðamönnum hefur verið í svipuðum dúr. Svíar höfnuðu tillögunum
reyndar einnig, en fyrst og fremst á þeim forsendum að þeir vildu ekki
takmarka svæðið við Norðurlöndin. Þeir vildu mynda eins konar
útþynningarsvæði sem m.a. tæki til hluta af Sovétríkjunum.
Frá því 1971—3 hefur Kekkonen-áætlunin verið stefna finnsku ríkis-
stjórnarinnar, en Kekkonen lagaði hana eitthvað að gagnrýni hinna Norður-
landaþjóðanna og kynnti síðast í ræðu sem hann flutti 1978. En viðbrögð
urðu svipuð og áður. Við þetta sat þar til fyrir um það bil tveimur árum, að
straumhvörf urðu, sem sennilega má rekja til sömu atburða og áður voru
nefndir og ollu almennum mótmælum í Evrópu. Nú er svo komið að
barátta fyrir myndun kjarnorkuvopnalausra Norðurlanda er opinber
stjórnarstefna í Svíþjóð og Finnlandi og ennfremur hafa stærstu stjórnmála-
flokkar í Noregi og Danmörku lýst sig fylgjandi þessari hugmynd.
Viðtökur NATÓ-ríkja við hugmyndum Kekkonens gefa tilefni til að
varpa fram spurningu sem okkur Islendinga varðar einnig. Samrxmist aðild
að NATÓ þátttöku í kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum? Það skal
tekið fram að sósíaldemókratar í Noregi og Danmörku vinna útfrá þeirri
stefnu og raunar friðarsamtök á Norðurlöndum einnig, að bandalagstengsl
verið ekki rofin. Flvað Islendinga varðar er málið flóknara, því að ekki er
einvörðungu um NATÓ-sáttmálann að ræða heldur einnig varnarsamning-
inn við Bandaríkin. Að vísu telur Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, að
hvorki skuldbindingar Islands við NATÓ né hernaðartengsl við Bandaríkin
hindri að Island verði hluti af kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Hins
vegar telur Björn Bjarnason að Island kunni að þurfa að rifta varnarsam-
starfinu við Bandaríkin til að útilokast ekki frá frændþjóðunum á Norður-
löndum (1).
Það er augljóst af þeim umræðum sem verið hafa undanfarna tvo áratugi
að aðild að NATÓ skiptir talsverðu fyrir framgang málsins. Af þeim sökum
hefur Alva Myrdal (12) stungið uppá því að hlutlausu ríkin, Svíþjóð og
Finnland, byrji. Þetta hefur ekki hlotið undirtektir, enda almennt lögð á það
nokkur áhersla að Norðurlöndin séu samstiga í þessu skrefi. Það er augljóst
að ætli NATÓ-ríkin að vera áfram aðilar að bandalaginu, verða þau að
vinna að því að bandalagið breyti strategíu sinni amk. á norðurslóðum, því
28