Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 25
Andstxbingar í öryggisleit
Spurning um lífsviðhorf
Andóf, sem byggir á þessum meginþáttum er hernaðarsinnum lítið
fagnaðarerindi og hefur raunar aldrei verið. Kirkjan er ekki fædd í gær, saga
hennar sýnir, að til eru markalínur, sem kristinn maður lætur ekki leiða sig
yfir. Þótt lútherska kirkjan hafi stundum þótt heldur fylgispök við ríkis-
valdið hefur hún þó engu að síður sýnt, að hún tekur mark á orðunum
„framar ber að hlýða Guði en mönnum“. Þess vegna geta einhliða aðgerðir
verið í fullu gildi engu síður en tvíhliða. Og afstaðan til kjarnorkuvopna
mótast einkum á grundvelli lífsviðhorfs en ekki af því hvað óvinurinn gerir í
málinu. Sama gildir raunar um aðra þætti þessa máls. I ályktunum kirkju-
leiðtoga og kirkjusamtaka má sjá hvatningar til hervelda að íhuga ábyrg
skref til að fækka kjarnorkuvopnum sínum, jafnvel einhliða, ef þannig
mætti rjúfa vítahring vígbúnaðarkapphlaupsins.
Stjórnmál eru stjórnmál. Svipað má segja um önnur svið mannlegrar
tilveru. Að lútherskum skilningi er oft talað um „eigin leikreglur“ þessara
sviða og inn á þau eigi hið „andlega vald“ takmarkað erindi. En þetta gildir
aðeins að vissu marki. Sagan er því til vitnis. Saga Lúthersku játningarkirkj-
unnar í Þýzkalandi á tímum Hitlers sýnir, að þar tókust á tvenns konar
viðhorf til lífsins, annars vegar kristin trú en hins vegar nútíma heiðin-
dómur. Þess má einnig geta, að Hitler barðist gegn sterkri friðarhreyfingu,
sem komin var upp í Þýzkalandi og tókst snemma á valdaferli sínum að gera
hana að engu. I þeirri afstöðu var hann í litlu frábrugðinn valdhöfum beggja
vegna járntjalds á síðustu misserum, sem barizt hafa gegn friðarhreyfingum.
Farvegir friðarins
Spyrja mætti hvert gildi fjölmargra ályktana alþjóðlegra kirkjusamtaka og
kirkjuþinga kunni að vera í umræðum um frið og afvopnun. Áður en því er
svarað ber að hafa í huga, að slíkar samþykktir koma ekki „ofan frá“, frá
kirkjuleiðtogum, heldur neðan frá, þær eru afrakstur af langri starfsemi
kristinna kirkna að málefnum friðarins bæði innan einstakra safnaða, í
sérstökum félagasamtökum eða í samtökum kirkjudeilda. Má hér minna á
langt starf friðarráðs hollenzku kirkjunnar að málefnum friðar og mikla
fræðslustarfsemi þess, m.a. má benda á bókina „Kirkjan og kjarnorkuvopn-
in“, sem væntanleg er á íslenzku innan skamms.
Gildi samþykkta og álitsgerða kirkna og alþjóðlegra kirkjusamtaka, sem
oft eru mjög ítarlegar, er mikið. Þær eru hvetjandi fyrir margar kirkju-
deildir. Og þá ber að hafa í huga, að kirkjan er alþjóðleg stofnun eða
hreyfing þar sem verulegur hluti er austan járntjalds og í þriðja heiminum.
Þar með má það ljóst vera, að kirkjan er farvegur þess boðskapar sem er
15