Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 101
„ . . . þetta er skáldsaga
John Barth og Englendingurinn John Fowles, auk ýmissa höfunda
franskra; einnig mætti benda á nýleg verk þýsku höfundanna Giinter
Grass og Christa Wolf. A sl. áratug hefur nokkuð borið á sjálfmeðvituð-
um sögum af þessu kyni í íslenskum bókmenntum og virðist þeim fara
fjölgandi.1 Listræn tök á slíkri aðferð hefur til að mynda mátt sjá í
tveimur síðustu skáldsögum Thors Vilhjálmssonar, Mánasigd og Titrn-
leikhúsinu, og dæmi er það um húmorískt handbragð af þessu tagi er
Thor lætur eina persónuna í Turnleikhúsinu segja:
Það er sjálfsagt til of mikils mælzt hjá þessum módernistum, sem vita ekki að
módernisminn er alls ekki lengur móderne. Þeir segja í Ameríku að við lifum
á póstmóderne tíma. Það er ég nýbúinn að lesa. Allavega í bókmenntunum.
Það er orðið gamaldags að vera móderne. (170)
En Jakobína og Thor eru ólíkir höfundar og raunhæfari er saman-
burður á Jakobínu og austurþýskri skáldsystur hennar, Christa Wolf,
sem þegar í byrjun ferils síns braust undan oki sósíalrealismans austur-
evrópska og hefur skrifað mjög nýstárleg verk. I Nachdenken úber
Christa T. býst sögukona til að skrifa minningar um látna vinkonu sína,
en seinna rennur upp fyrir henni að í raun er hún í senn að „skálda“ ævi
vinkonunnar og í gegnum hana að velta fyrir sér eigin tilveru. I bók
Jakobínu hefur sögukona keimlíka stöðu gagnvart Sölu og skal nú gæta
að þeirri hlið sögunnar sem snýr að sambandi þeirra.
Klefinn
Eins og í Snörunni er titill þessarar bókar táknrænn og margvísandi.
Fyrst er þess að geta að konurnar tvær eru ekki aðeins samferða suður í
sama skipsklefa, heldur virðast þær á sama báti, í sama klefa táknrænt
séð; í bókarlok segir sögukona: „Eitthvað hljótum við að hafa átt
sameiginlegt, en hvað? Pú skilur það ef til vill, en fæ ég nokkurntíma að
1 Þetta kom berlega í ljós árið 1982. Gengið var frá þessari grein áður en sú
jólabókaskriða féll og reyndist því ekki gerlegt að bera / sama klefa saman við
vísvitaðar eða sjálfvísandi sögur sem þá birtust. — I framhjáhlaupi má geta þess,
þar sem enn virðist ekkert fast íslenskt hugtak til um slíkan prósa, að á ensku er
hann flokkaður sem „metafiction", eða höfð um hann lýsingarorðin „self-
reflexive" og/eða „self-conscious.“
91