Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar Frágangur og val Bókfræði ritsins er ákaflega ábótavant. Hvergi er getið um útgefanda, né frá því skýrt hvers konar fyrirtæki „Icelandic Writing Today“ eiginlega er, sem þó eignar sér útgáfurétt á öllum þeim verkum sem í ritinu eru. Ekki má heldur sjá úr hvaða bókum höfunda verk þeirra eru, hvað þau heita á frummálinu eða frá hvaða tíma þau eru. Reyndar virðist kynning á höfundum miða meir að því að segja frá samböndum þeirra við útlönd — og þá frama þar, ef einhver er, — en gefa nákvæmar upplýsingar um þau verk sem þeir hafa samið. Það er undantekning ef nefnd er bók eftir einhvern þessara rúmlega þrjátíu höfunda sem verið er að kynna. Þessi skortur á bókfræði er þeim mun bagalegri sem nafn ritsins gefur til kynna að í því sé að finna íslenskar bókmenntir dagsins í dag. Þeir sem til þekkja sjá hins vegar fljótt að svo er ekki. Að fráskildum nokkrum smásögum er efnið undarlega gamalt, og varla neitt frá síðustu tíu árum. Hvað ljóðin varðar eru þau oft úr elstu — og ekki alltaf bestu — ljóðabókum höfunda og gefa því hvorki rétta mynd af skáldskap þeirra né því sem er að gerast í íslenskri ljóðagerð samtímans. Verða hér nefnd nokkur dæmi um þetta. Eftir Snorra Hjartarson eru alls 6 ljóð. Þar af eru 4 úr Á Gnitaheiði (1952) og 2 úr Laufi og stjörnum (1966), en ekkert úr Hauströkkrið yfir mér (1979), sem er þó sú bók sem hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en frá þeim er vandlega sagt í yfirlitsgreininni. Eftir Hannes Sigfússon eru 4 ljóð alls. Þar af eru 3 úr Sprek á eldinn (1961) og 1 úr Jarðteiknum (1966), en ekkert úr Örvamxli (1978). Eftir Sigfús Daðason eru 6 ljóð. Eru 3 úr Ljóðum (1951) og 3 úr Höndum og orðum (1959). Ekkert úr nýjustu bókinni Fá ein orð, sem kom út 1977. Eftir Stefán Hörð Grímsson eru 3 ljóð og öll úr Svartálfadansi sem kom út fyrir rúmum þrjátíu árum eða 1951. Ekkert úr Hliðin á sléttunni (1970) eða Farvegum (1981), sem eru þó óumdeilanlega með merkustu ljóðabók- um íslenskum sem út hafa komið á síðustu árum. Eftir Hannes Pétursson eru 8 ljóð. Þar af eru 4 úr Kvxðabók (1955) og 4 úr / sumardölum (1959). Með þessu er Hannes afgreiddur, og í ritinu er ekki að finna eitt einasta ljóð úr þeim fimm ljóðabókum, sem hafa komið út eftir hann á síðustu tveimur áratugum, Stund og stöðum (1962), Innlöndum (1968, Rímblöðum (1971), Óður um ísland (1974) og Heimkynni við sjó (1980). Eftir Þorstein frá Hamri eru alls 7 ljóð. Þar af eru 3 úr Tannfé handa nýjum heimi (1960), 1 úr Lifandi manna landi (1962) og 3 úr Jórvík (1967). Ekkert úr Veðrahjálmi (1972) eða Fiðrið úr sæng Daladrottningar (1977). 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.