Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 89
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis
þ.e.a.s. þeirra þátta sem gera þessar línur að ljóði. Fyndnin sem felst í ríminu
grettu-rettu, mínu-palestínu kemst hvergi til skila og eftir verður einhver
skrýtinn samsetningur sem erlendir lesendur geta varla mikið annað en hrist
höfuðið yfir.
Þetta leiðir hugann að ummælum Sigurðar A. Magnússonar í viðtalinu
aftast í ritinu þar sem hann veltir því fyrir sér hvers vegna það skyldi ganga
svona illa að fá íslensk bókmenntaverk gefin út erlendis. Hann segir:
They managed to sell books on Icelandic glaciers and volcanos, and my book
on the Icelandic horse was sold to American, English, Dutch, German, and
Scandinavian publishers, but fiction or anything literary is very difficult. I do
not know what it is. Maybe it is because our culture is so different, or unique.
Það kann að vera að ástæðan sé að einhverju leyti menningarleg. En eftir
þessa athugun á lcelandic Writing Today dettur manni óneitanlega í hug
hvort ekki kunni einnig að vera um að kenna misgóðum þýðingum.
1) Vitnað er til endurprentunar greinarinnar í Yfirskygðum st'óðum (1971), bls.
163. Greinin hefur birst á íslensku í þýðingu Þorleifs Haukssonar í Tímariti
máls og menningar 3/1969.
2) Sigfús Daðason, Ljóð (1951), bls. 38.
3) Snorri Hjartarson, Á Gnitaheiði (1952), 2. útg. í Kvœðum 1940—1952 (1960),
bls. 106-107.
4) Stefán Hörður Grímsson, Svartálfadans (1951), 2. útg. (1970), bls. 8 — 9.
5) Olafur Haukur Símonarson, má ég eiga við þig orð? (1973), 2. útg. (1976), bls. 7.
6) Hannes Sigfússon, Jarteikn (1966), bls. 51—52.
7) Sbr. tilvitnun 3) hér að ofan.
8) Svava Jakobsdóttir, Gefið hvort öðru (1982), bls. 45.
9) Sbr. tilvitnun 4) hér að ofan, bls. 18 — 19.
10) Hannes Pétursson, Kvœðabók (1955), bls. 16—17.
11) Þorsteinn frá Hamri, Tannfé handa nýjum heimi (1960), bls. 49.
12) Sigfús Daðason, Hendur og orð (1959), bls. 50—51.
13) Sbr. tilvitnun 2) hér að ofan, bls. 20.
14) Ásta Sigurðardóttir, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns (1961), bls. 31.
15) Vilborg Dagbjartsdóttir, Kyndilmessa (1971), bls. 32.
16) Einar Bragi, / Ijósmálinu (1970), án blaðsíðutals.
17) Sbr. tilvitnun 8) hér að ofan, bls. 43.
18) Sama, bls. 46.
19) Sbr. tilvitnun 11) hér að ofan, bls. 46.
79