Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
Annað óþægilegt misræmi er notkun íslenskra bókstafa sem ekki koma
fyrir í ensku. Sérhljóðunum á, í, ó, ú, æ og ö er yfirleitt haldið, og er það vel,
en þegar kemur að samhljóðunum Þ og ð er gripið til þess ráðs að nota í
staðinn th og d, eins og verið sé að þýða eitthvert kínverskt eða kýrillískt
letur. Við þetta verður Þórbergur Þórðarson að Thórbergur Thórdarson,
Sigfús Daðason að Sigfús Dadason og Þorsteinn frá Hamri að Thorsteinn
frá Hamri. Enn ankannalegra verður þetta þegar um er að ræða nöfn á
bókum sem hafa þessa stafi í sér eða þegar vitnað er í íslensk orð. Þorpið
eftir Jón úr Vör verður Thorpid, og Þjófur í paradís eftir Indriða heitir
Thjófur í paradís. I einu viðtalanna fræðir viðmælandi erlenda lesendur á því
að hann hafi þýtt „Gíslasaga and some Thættir“, og í öðru er verið að gera
að einhverju sérstöku fyrirbrigði tilfinninguna „heimthrá"!
íslenskir kvenrithöfundar og hókmenntir eftir konur
A undanförnum árum hefur átt sér stað nokkur umræða um stöðu kvenna í
íslenskum bókmenntum, þar sem margsinnis hefur verið á það bent, hversu
afskiptar þær hafa jafnan verið hjá þeim sem um bókmenntir fjalla á
opinberum vettvangi og bókmenntamati ráða í landinu. Svo virðist sem
þessi umræða hafi gjörsamlega farið fram hjá ritstjórn Icelandic Writing
Today. Það er ekki aðeins að tölfræðilegur hlutur íslenskra kvenrithöfunda í
ritinu sé mun minni en efni standa til, og að það gefi því alranga mynd af
bókmenntastarfsemi íslenskra kvenna í dag, heldur má þar einnig sjá ýmis
viðhorf og jafnvel kenningar varðandi bókmenntir eftir konur sem byggjast
meir á fordómum en þekkingu.
Samkvæmt félagatali í nýlegu Fréttabréfi Rithöfundasambands Islands
voru félagar í sambandinu árið 1982 alls 209. Þar af voru karlar 171, eða
81,8%, og konur 38, eða 18,2%. I Icelandic Writing Today eru alls kynntir
33 höfundar. Þar af eru 27 karlar og 6 konur, sem í fljótu bragði virðist ekki
svo afleitt hlutfall. En svo undarleg vill til að tvær af þessum konum geta
tæplega talist til íslenskra samtímahöfunda, þær Kristjana Gunnars, sem er
fyrst og fremst kanadískur rithöfundur, og Ásta Sigurðardóttir, sem samdi
frábærar smásögur sínar fyrir meir en tuttugu árum og er löngu látin. Er
hún eini látni rithöfundurinn sem tekinn er með í ritið. Af konum sem eru
að skrifa á íslensku í dag fá því aðeins 4 inni í þessu riti, þær Svava
Jakobsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Nína
Björk Arnadóttir. En þetta segir heldur ekki alla sögu.
Að þeim Kristjönu Gunnars og Astu Sigurðardóttur frátöldum eiga alls
10 sagnahöfundar verk í ritinu, þar af eru 8 verk eftir karla, eða 80%, og 2
eftir konur, eða 20%. Verk eftir þessa höfunda eru samtals 11, þar af eru 9
eftir karla eða 81,8%, og 2 eftir konur, eða 18,2%. Ef athuguð er lengd
V
68