Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar jarðveginum og brjóta nýtt sáðland friðar, jafnréttis og réttlætis meðal manna. Oneitanlega eru þó nokkrir karlar og konur sem með mælsku sinni, skrifum og sannfæringu hafa hrifið fólk með í friðarbaráttuna. Meðal þeirra er ástralski barnalæknirinn Helen Caldicott, sem undanfarin ár hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir friði og afvopnun.1 Hún gengur veg upplýsingarinn- ar, ferðast borg úr borg, land úr landi, með reynslu sína, þekkingu og trú á lífið í veganesti. Það sem fer hér á eftir er m.a. byggt á erindum hennar og málflutningi. Arið 1979 varð kjarnorkuslys í Harrisburg í Bandaríkjunum. Allt kælivatn, sem notað var til að kæla kjarnakljúfinn rann út og varnarkerfið bilaði. Milljónum lítra af geislavirku vatni var hellt í ána Susqehanna og geislavirk- um lofttegundum var sleppt út í andrúmsloftið. Um tíma var hætta á að allt springi í loft upp, en sem betur fór tókst að afstýra því. Afleiðingarnar eru ekki komnar endanlega í ljós, því að sögn Helen Caldicott má búast við stóraukinni tíðni krabbameins, hvítblæðis, vansköpunar og annarra sjúk- dóma sem geislavirkni fylgja á næstu 5 — 15 árum. I West Valley í New Yorkríki í Bandaríkjunum var kjarnorkuver í einkaeign. Það var lagt niður fyrir nokkrum árum vegna taps og ríkið vinsamlegast beðið að taka afleiðingunum, 600.000 gallonum af geislavirkum úrgangi sem geymdur er í þró. Enginn veit hvernig á að fjarlægja hann eða gera hann óskaðlegan og mikil hætta er talin á að annað tveggja gerist; að úrgangurinn síist út í jarðveg og grunnvatn, eða að svo mikil orka losni úr læðingi að valdið geti sprengingu. Á botni San Fransiscoflóans liggja 45.000 tunnur fullar af úrgangi, þar á meðal plútoníum, sem er geislavirkasta efni sem til er. Talið er að þriðjungur til helmingur tunnanna sé sprunginn og efnin síast hægt og bítandi út í hafið. Greenpeace samtökin hafa tekið myndir af sprungnum eiturefnatunnum á botni Atlantshafsins og stöðugt berast fregnir af skipum sem losa úrgang í hafið. Síðast í þessari upptalningu skal sagt frá því að árið 1957 varð kjarnorkuslys í Ural í Sovétríkjunum, sem vandlega er þagað yfir.2 Þegar Helen Caldicott var þar á ferð sá hún myndir af svæðinu fyrir og eftir slysið. Þorp, bændabýli og vegir þurrkuðust út, sem bendir til þess að þar hafi orðið sprenging. Stöðugt eru reist ný kjarnorkuver til raforkuframleiðslu og ekkert lát er á framleiðslu kjarnorkuvopna, þrátt fyrir þann ægilega eyðileggingarmátt sem kjarnorkunni fylgir. Hvernig byrjaði þetta allt saman og hvernig verður hægt að rjúfa vítahring vígbúnaðarins? Sagan segir að þegar vísindamennirnir sem unnu við Manhattanáætlunina luku verki sínu með smíði kjarnorkusprengjunnar, hafi þeir skrifað bréf til 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.