Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
sögukonu/söguhöfundar (?) að þessi saga sé einungis skrifuð í fyrstu
persónu „að því er virðist. A vissan hátt mætti segja að hún sé skrifuð í
fjórðu persónu . . . “ (10) I þessari fjórðu persónu sé ég það sjónarhorn
sem söguhöfundur og lesandi koma sér saman um — í trássi við fyrstu
persónu frásögn sögukonu. Söguhöfundur hefur sína sögu fram að færa
og lesandi verður að koma til móts við hana. Þetta er auðvitað það sem
gerist undir niðri í öllum skáldsögum, en hér verða þessi tengsl töluvert
flókin, jafnframt því sem þau eru dregin upp á yfirborðið í vísvitaðri
sögu. Söguhöfundur og lesandi eru í sama klefa, en samt sem áður getur
lesandi ekki verið í fullri vissu um hvar hann stendur gagnvart söguhöf-
undi. Þannig ríkir spenna í innbyrðis samskiptum allra þriggja aðila,
lesanda, sögukonu og söguhöfundar, rétt eins og ákveðin togstreita ríkir
milli sögukonu og Sölu.
Sem dæmi um þann túlkunarvanda sem söguhöfundur setur lesanda í,
má nefna kvæði Sölu um snjóinn, sem sögukona rekst á og er forviða
yfir:
Því kvæðið var um snjóinn, fegurð hans í sólskini, glitrandi hjarnbreiður í
tunglskini, litasamleik hans og svartra, hálfnakinna hamrafluga! . . . Undir-
tónninn í því var svo einkennilega magnaður sárum trega og heimþrá.
Furðulegt. Snjórinn — (97-98)
Eins og oftar bendir þankastrikið í lokin á eyðu í sögunni, eyðu sem
lesandi verður að fylla. Hvaða vísbending felst í kvæðinu um snjóinn,
sem áður hafði verið tákn einangrunar Sölu og takmarkaðra lífsmögu-
leika? Eigum við að ætla sem svo að hún sé full trega yfir þessari glötuðu
tilveru, yfir lífshlutverki sem hún hafði í raun fundið fullnægju með?
Fremur þykir mér það þröngsýn túlkun; er ekki líklegra að hún yrki um
liðið svið sinna stærstu tilfinninga, móðurelskunnar á vangefnum syni
og ástarinnar til mágsins, sem örva henni innra líf um þessa tilbreytingar-
snauðu daga? En fullnaðarsvör verða ekki gefin.
Þannig er Salóme okkur þrátt fyrir allt nærstödd í öllum spurn-
ingunum um líf hennar. Við reynum að komast nær henni en sögukon-
an, sem ekki skilur hví Sala er henni eilíflega svo hugleikin og telur að
þær hljóti að hafa átt eitthvað sameiginlegt. Blaðagagnrýnendur reyndu
á sínum tíma að leiða getum að því hvað konurnar ættu sameiginlegt,
enda hafa húmanistar nú um skeið glímt við hið hála hugtak „sameigin-
legur reynsluheimur kvenna.“ Ljóst er að báðar hafa þær reynslu af
Astinni sem heltekur fólk „í alvöru og vitleysu“ svo „engin skynsemis-
94