Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 119
Bókmenntavibhorf sósíalista hvern fyrir sig: t.d. persónur, lýsingar, stíl og byggingu. Síðan þarf að átta sig á því bvernig þessir þættir tengjast í eina heild, orka hver á annan, og að því loknu er hægt að gera sér grein fyrir hvaða þjóðfélagsafstöðu þessi heild sýnir, hvaða stéttarsjónarmið.5) Þetta er fyrir þá sem vilja öðlast marxískan skilning á umhverfi sínu. Auðvitað er líka hægt að láta það bara orka á sig. Og reynslan sýnir, að án svona greiningar er jafnvel efnilegasta fólki hætt við grófum rangtúlkunum, t.d. þeim barnaskap að gera höfund persónulega ábyrgan fyrir orðum og gerðum persónu í skáldverki: þetta sé hans fulltrúi, svona vilji hann hafa fólk. Fyrir aldarþriðjungi gaf Simone de Beauvoir út mikið rit: Hið annað kyn. Það varð eitt helsta grundvallarrit þeirrar uppreisnar sem konur hafa gert gegn undirokun sinni síðan um 1968. Það er því mjög fróðlegt að athuga þetta fræðilega rit. Og sjá: Það er síst af öllu lofsöngur um listaverk kvenna sérstaklega, né heilaspuni um sérstakt, eilíft kveneðli, þaðanafsíður boð- skapur um hvernig listaverk eigi að vera, svo þau svívirði ekki þvílíkt kveneðli. Þvertámóti er ritið greining á þeirri mynd, sem gefin er af konum í hefðbundinni menningu, bæði listaverkum og annarsstaðar. Auðvitað varð Simone sérlega drjúgt til fanga í skáldverkum karlrembusvína. Og hún sýnir framá hvílíkar mótsagnir, rökleysa og della eru í þessum viðhorfum, í þessari kvenmynd. Þetta finnst mér til fyrirmyndar. Við búum í þjóðfélagi, þarsem smá- borgaraleg viðhorf drottna. Tilað heyja baráttu gegn þeim, verðum við að gera okkur grein fyrir þeim í öllum þeirra ólíku og óvæntu birtingarmynd- um. Oft og tíðum er eðli þeirra hreint ekki augljóst, þau taka á sig óvæntustu dulargervi — einmitt vegnaþessað við, venjulegir lesendur, erum býsna mótuð af þessum viðhorfum líka. Alþýðan þarf að sigrast á þeirri menningu sem um hana lykur og yfir henni grúfir, hún þarf ekki tilbúinn gerviheim, hversu sósíalískum hetjum sem hann yrði prýddur. Best áttum við okkur á þessum drottnandi viðhorfum með gagnrýninni greiningu á listaverkum sem eru gegnsýrð þeim. Þetta mæli ég af reynslu. Eg hefi verið í hópi sem gerði greiningu á Ráðskona óskast í sveit eftir Snjólaugu Bragadóttur. Athuguð var m. a. persónusköpun, ímynd fyrirmyndarkonu og fyrirmyndarkarls. Og ég hefi aldrei orðið vitni að jafnalmennri gagnrýni á ríkjandi viðhorf í þessum efnum og kom fram í hópnum. Þetta var nú tiltölulega auðvelt dæmi. Það sýnir, að borgaralegar afþrey- ingarbókmenntir geta verið mjög afhjúpandi - á einmitt þeirri lífslygi sem þær miðla. Það fer eftir viðtökunum, ég veit ekki betur en að svona gagnrýnar viðtökur séu víða mikið stundaðar. Því meiriháttar sem listaverk er, því fíngerðari og varasamari sýnir það blæbrigðin í þessum drottnandi hugsunarhætti, sem byltingarsinnar verða að átta sig á. Því eiga þeir að taka 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.