Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 103
. . . þetta er skáldsaga söguhöfundar og sögukonu sem rætt var um fyrr. Þau tengsl ein verða manni raunar tilefni mikilla hugleiðinga (og sést á því hversu kafa má í þessa djúpu sögu). Vísvitaðar sögur beina athygli lesandans oft að höfundinum sjálfum og við höfum séð hvernig þetta gerist í bók Jakobínu. I framhaldi af því geta lesendur velt fyrir sér að hve miklu leyti Jakobína er að tefla saman í klefa rithöfundinum Jakobínu Sig- urðardóttur og bóndakonunni Jakobínu Sigurðardóttur. Skal ekki hald- ið lengra út í þá sálma hér, því varast ber allar staðhæfingar þegar komið er að persónu höfundarins sjálfs. Svo aftur sé vikið að afstöðu sögukonu til bóndakonu í sögunni, þá eru hugsanir Salóme um „synd“ og „hefnd“ hinni nútímalegu sögukonu mjög framandi. Sala álítur að með fæðingu „aumingjans" Kjartans hafi sér hefnst fyrir að syndga með mági sínum. Og Sala ber þann kross möglunarlaust eins og annað í lífi sínu. Sögukona hugsar einmitt um Sölu sem krossbera og minnist ljóðlína úr Tennyson: „Krossberann — margþjáðan krossberann — ugglaust Kristur veit, hvað það er, að staulast í snjónum ár eftir ár . . . “ (76) Eins og við er að búast af sögu sem sett er saman af slíkum hagleik og smásmygli hitta þessar ljóðlínur beint í mark, því snjórinn er tákn fyrir tilveru Salóme. Hann umlykur bæ hennar allan veturinn og hindrar samgöngur: „Það var snjór yfir öllu, eilífur, endalaus snjór-.“ (34) Hann er henni óafvitað til marks um hið einangraða hlutverk hennar: „Þeir fóru hitt og þetta á skíðum, karlmennirnir. Eg hafði aldrei stigið á skíði. Það stóð heldur ekkert til að ég færi milli bæja. Ég þekkti engan . . . “ (33) Þannig hvíslar þessi saga ýmsu að okkur — þetta er ekki „vandamálasaga" sem fjallar á „ný- raunsæjan" máta um stöðu Salóme sem konu og húsmóður, heldur gefur hún þetta hlutverk í skyn með fáum, einföldum orðum sem segja margt, eins og þegar Sala tekur svo til orða um mann sinn: „Hann á jörðina núna, hann lagði hart að okkur til að geta borgað hana.“ (18) Er hægt að koma þessu til skila á áhrifameiri hátt? Sagan ítrekar þannig í sífellu þolandahátt Salóme; hlýðin og hljóð ber hún sinn kross og reynir ekki að breyta lífi sínu. I því tilliti hljóta víðsýnir lesendur að standa í fjarlægð - fylgjandi þannig byggingu sögunnar — og gagnrýna Sölu rétt eins og sögukonan. Þrátt fyrir það gerum við hina neikvæðu afstöðu sögukonunnar ekki að okkar. Sögu- höfundur kemur í veg fyrir það um leið og leiðir hans og sögukonu skilur. Hér komum við aftur að hinum merkilega þriðja söguramma og því flókna fyrirbæri sem sjónarhorn sögunnar er. Skal minnt á þau orð 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.