Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar Jakobína hefði samkvæmt þessu getað reynt að segja sögu sína með rödd fyrstu persónu sögumanns og láta jafnframt sjálfa sig „hverfa“ úr sögunni. En slíkt er fjarri henni, eins og sést á því að verið er að ræða þetta vandamál í sögunni sjálfri! Auk þess sem hin vísvitaða staða sögukonu sem rithöfundur hlýtur sífellt að leiða huga lesanda að vanda Jakobínu sjálfrar sem höfundar þeirrar bókar sem hann heldur á í hendi sér. Gæti það ekki bara verið Jakobína sem veifar tii okkar í sviganum hér að ofan, sem „ég“? — Eitt af því sem módernisminn erfði frá seinni hluta raunsæisstefnunnar var „útlegð“ höfundarins, sem ekki átti að „flækjast fyrir“ lesandanum í sögunni. I bók Jakobínu er höfundurinn með í spilinu, en ekki á þann hátt sem tíðkaðist áður en raunsæisstefnan gekk í garð, þegar söguhöfundar samsömuðu sig sögumönnum og töluðu beint til lesenda sinna (sbr. Jón Thoroddsen). Staða höfundar er hér mun vandasamari, þó að bókin um Sölu „sé að mestu skrifuð í fyrstu persónu að því er virðist“, því að „A vissan hátt mætti segja að hún sé skrifuð í fjórðu persónu, en sú persóna er ekki til eins og þú veist.“ (10) Geymum okkur þessar furður til betri tíma. Lesandi fær ekki að vaða í þeirri villu að hann sé vitni að ómengaðri frásögn Salóme af lífi hennar: „Þú mátt ekki ætla mér það, að ég sé að telja þér trú um að ég hafi orðrétt eftir Sölu það sem hún sagði mér þessa nótt á leið suður. Síðan eru liðin meir en þrjátíu ár . . . Þessvegna er þessi bók ekki „sönn“, þessvegna hlýtur hún að verða skáldsaga, hversu nærri sem ég geng minni mínu um staðreynd frásagnarinnar.“ (15—16) Þannig fjallar þessi saga öðrum þræði um tungumál skáldskaparins um leið og hún fjallar um sjálfa sig og eigin vanda, er sjálfvísandi eða sjálfmeðvituð. En þetta tvennt, sjálfvísun og vísvituð skoðun tungumálsins, hefur þótt setja mikið mark á skáldsögu póstmódernismans (og þykir nú væntan- lega sumum nóg komið um nafngiftir), sem bókmenntafræðingar hafa reynt að aðskilja frá módernisma. Þessi einkenni eiga sér auðvitað sína sögu. Skáldskapur hefur ætíð verið eitt af eftirlætisviðfangsefnum skáld- skapar, og nokkuð snemma tóku sögur að velta fyrir sér eigin gerð sem vandamáli (sem algengt er í ljóðlist), sbr. 18. aldar skáldsöguna Tristram Shandy eftir Laurence Sterne, og verður þessa í auknum mæli vart í módernismanum, sbr. Myntfalsarana eftir André Gide, en áberandi verða þessi einkenni ekki í prósaritun fyrr en á síðari helmingi 20. aldar. Hinn argentíski J.L.Borges hefur verið skoðaður sem höfuðpaur slíkra sagna, þó kannski megi segja að Vladimir Nabokov beri fremur sá titill, en í kjölfarið fylgja ýmsir þekktir höfundar, svo sem hinn bandaríski 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.