Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar gangandi. Jafnvel í lýðræðisríkjum er unnt að viðhalda fordómum og vanþekkingu vegna þess að margt það er lýtur að hermálum er almenningi ekki aðgengilegt, hvorki austan tjalds né vestan — þótt þar sé vissulega mikill munur á engu að síður. Vígbúnaður snýst í eðli sínu um öryggi þjóðar — ekkert annað. En hér greinir menn vissulega á um leiðir að örygginu. Hemaðarsinnar telja, að vopn séu eina svarið og áhrif þeirra eru mjög áberandi á okkar tímum. Stjórnmálamenn hafa margir hverjir kvartað mjög undan „lobbýisma“ hernaðarsinna á alþjóðlegum vettvangi. Þar er um að ræða áhrif vopnafram- leiðenda, vopnasala (sala vopna til þriðja heimsins hefur aukizt gífurlega á fáum árum), herforingja og fleiri aðila sem lifa á vígbúnaði. A seinni árum hafa á hinn bóginn risið upp friðarrannsóknarstofnanir víðs vegar um heim, oft í tengslum við háskóla. Þar rannsaka menn samskipti þjóða og leiðir til þess að tryggja frið með fjölbreytilegum hætti. Þyngst er þar á metunum að slaka á spennu og auka gagnkvæmt traust, sýna vináttu í stað hörku, svo eitthvað sé nefnt. Að hata óvinif Þekking manna nær vissulega langt á mörgum sviðum. En hvað vita menn um vináttu og óvináttu? Hversu vel er búið að þeim fræðigreinum, sem fjalla um mannleg samskipti, friðsamleg samskipti þjóða á tímum ört vaxandi fólksfjölda þar sem samskipti manna verða sífellt nánari og viðkvæmari? Hér er um að ræða eitt mikilvægasta lífsskilyrði nútímans. Ognarjafnvægið er grundvallað á hatri til óvinarins. Það er tiltölulega ný hernaðarkenning. Landvarnir hafa ekki verið reistar á þeim grunni. Kristin siðfræði hefur skilgreint hlutverk kristinna manna í „réttlátu stríði“. Ógnar- jafnvægið fellur ekki undir þær skilgreiningar. Þeir guðfræðingar, sem mótuðu upphaflega afstöðu vestrænna kirkna til kjarnorkuvopna höfðu ýmsar skoðanir, allt frá algjörri höfnun til þess að viðurkenna réttmæti þeirra á þann hátt, að þau væru að vísu illur kostur en tilvera þeirra væri staðreynd. Tækniþróunin hefði leitt þau fram í dagsljósið og nú væri ekki um annað að ræða en læra að búa við það ástand með einhverjum hætti. En þeir sem þessari skoðun héldu fram litu almennt þannig á málið, að kjarnorkuvopn væru tímabundið fyrirbæri og aðeins réttlætanlegt að reikna með þeim í varnarkerfi unz aðrar leiðir hefðu fundizt. Nú spyrja menn, hvort þeirra leiða hafi í alvöru verið leitað og hvort leitazt hafi verið við í alvöru að ná sáttum við óvininn. Svörin eru neikvæð. Þegar enn á að auka kjarnorkuvígbúnað — til viðbótar við gífurlega aukningu á „hefðbundnum“ vopnabúnaði — þá vakna menn við illan 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.