Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 67
Islensk sagnalist — erlendur Lerdómur frumleika sagnamanns eða höfundar.14 Þetta er auðvelt að samþykkja ef með listrænum frumleika er átt við hina rómantísku frumleikakröfu sem mótaðist á öndverðri 19. öld, en eftir sem áður hlýtur þó að hafa verið um að ræða mjög mismikinn hagleik í samsetningu þessara eininga. Hugtökin deiluklasi og deilukeðja skýrast síðan nánar með dæmum sem tekin eru, m. a. með greiningu á deilukeðjum í Njáls sögu. I sérstökum kafla er fjallað um það sem höfundur nefnir þéttleika deilu- klasa en hann reynist vera æðimismunandi, bæði frá einni sögu til annarrar en einnig innan sömu sögu. Bent er á að í sögum um útlaga og skáld, en einnig í þeim hlutum sagna sem gerast erlendis, séu deiluklasarnir gisnir eða dreifðir. Þá er bent á að Hrafnkels saga hafi nokkra sérstöðu. Hún fjalli öll um deilumál, og sé sett saman úr deildum, en hins vegar verði frásögnin gisin vegna óvenjumikillar ífyllingar af lýsingum og útskýringum. Að því er varðar útlagasögur og sagnahluta sem gerast erlendis má segja að um eðlilegt einkenni sé að ræða. Bæði Islendingur erlendis og útlagi eru utan hins íslenska samfélags og geta ekki tekið þátt í leikfléttu bandalagsmyndunar og milligöngu, sem er meginatriði í deilum innan hins íslenska samfélags. Líka er ástæða til að ætla að sú athygli sem beinist að einstaklingi og skapgerð hans í útlaga- og skáldasögum sé tiltölulega bókmenntalegt fyrirbæri. Hitt er enn merkilegra að hægt skuli að sýna fram á sérstöðu Hrafnkels sögu með þessari greiningaraðferð fyrir þá sök hve margt hefur verið dregið fram sem bendir á Hrafnkels sögu sem bókmenntalegt listaverk, jafnvel þótt ýmsir hafi mælt í mót. í niðurstöðum ítrekar Byock áherslu sína á það hve sérstaða íslendinga- sagna sé nátengd sérstöðu þjóðfélagsins sem þær urðu til í. Hann telur það til kosta greiningaraðferðar sinnar að hún geri kleift að forðast að mynda kenningar um sögurnar sem reistar séu á æviferli söguhetju. Þetta á þó auðvitað best við þær sögur, sem eru hreinastar atburðasögur og er varla hægt að segja að fræðimenn hafi lagt mikið kapp á að túlka þær einstreng- ingslega sem ævisögur. Einnig finnst honum greiningaraðferðin handhægt tæki til að draga fram það sem greinir sögu frá söguljóði eða hetjukviðu (epic). Samt sem áður tekur hann fram að mikið verk sé óunnið við könnun þess hvernig deildirnar mynda klasa og hvort ákveðin mót (patterns) liggi því til grundvallar hvernig saga er mynduð úr deilukeðjum. Þetta síðast nefnda atriði skiptir auðvitað mjög miklu, þegar reynt er að meta hlutfall sagnahefðar og rithefðar í sögunum, ekki síst vegna þess að deildagreiningin er ekki tæmandi greining. Þær einingar sem falla utan hennar: fyrirboðar, endurlit (sem er að vísu sjaldgæft) og ýmiss konar millivísanir og tengingar, skipta einmitt mestu máli við samsetningu deilukeðjanna í stóra heild: bóksögu. 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.