Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 78
Tímarit Máls og menningar barn sem hefur fengið jólasveininn beini inn úr dyrunum, hugsar hann . . . (65-66) Til þess að ekkert fari á milli mála er greint frá því að andrúmsloftið minni Jón á vændishús þar sem stúlkur koma fram og ganga um gólf áður en þeim er fylgt á bak við þar sem þær leggjast út af og smeygja sér úr buxunum. Imba í smiðjunni og systir hennar eru kynntar til sögu þar sem þær eru að hefja för sína í leit að eiginmanni meðal hermannanna. Nú fyrst sjá þær möguleika á því að geta lifað, það skiptir ekki máli hver hann er, bara að hann vilji giftast þeim og flytja þær til Englands. Konur álíta sig geta orðið að manni við það að verða herfang: Það var hægt að giftast og verða manneskja og stríðsbrúður . . . (73) Systir Imbu giftist en Imba ekki. Þegar Bandaríkjamenn koma finnst henni sá kostur jafn góður og Bretarnir. En hjá þeim fær hún ekki heldur ósk sína uppfyllta. Lýsingin á Imbu er öll hin háðulegasta. Það er óspart gert grín að henni, jafn útliti sem framkomu, einnig í lok sögunnar þegar niðurlæging hennar er orðin algjör. Hún er með hverjum sem er og flakkar á milli kampa. I síðasta skiptið sem hún kemur fyrir í sögunni liggur hún undir hermanni efst í brekku fyrir ofan á; hermaðurinn hamast á henni dauðadrukkinn en gengur illa, hann veltur við og við af henni niður brekkuna en kraflar sig alltaf upp aftur uns hann veltur alla leið ofan í ána, þá er „eins og kalt baðið komi honum til að átta sig“. Hann hraðar sér burt en Imba liggur eftir . . . kyrr í skugganum af klettinum með kjólinn í göndli upp undir höku. Hún reisir kreppt hnén, og digur lærin hafa fengið á sig bláan lit í kvöldkulinu. Það er eins og hún bíði eftir nýjum manni. (228) Kona skósmiðsins, sem hlýtur aldrei eigið nafn, nýtur þess að vera beitt kynferðislegu ofbeldi. Þegar hermennirnir koma verða þeir hluti af hugsun hennar og hún bíður eftir því að þeir noti hana. Dvalarstaður sendiboða hersins er beint á móti húsi hennar, hún fylgist vel með þeim út um glugga, heldur um leið sýningu á sjálfri sér, og hrífst af því sem hún sér: Smám saman síga hvinurinn frá mótorhjólunum og umstang mannanna inn í skilningarvit hennar, og það verður henni ástríða að virða þá fyrir sér. Þeir eru einnig í draumum hennar, þar sem hún sefur . . . í kyrrðum sumarnætur- innar. Stundum þegar hún situr við gluggann verður hún rök í nefi og munni og full af nautn, og dynurinn af ferð sendiboðanna hríslast um hana og eykur 196
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.