Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 5
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ■ 45. ÁRG. ■ 5. HEFTI • DES. 1984
Formáli
Ég veit ekki en geri hér engu að síður ljóst hvers vegna ég hef ráðist í að vinna að
úrvali portúgalskra bókmennta í þetta hefti. Eins og allt er hér um að ræða
athöfn innst inni og í sjálfri sér, en henni er síðan gefin merking og hún túlkuð á
ýmsan hátt.
Urval þetta er líklega það víðtækasta sem gert hefur verið, enda fátt þýtt úr
portúgölsku á aðrar tungur. I rauninni gefur það þó síst „rétta“ mynd af
portúgölskum bókmenntum frá aldamótum og til dagsins í gær, heldur hyggst
ég sýna hvernig hinar ýmsu stefnur sem hafa verið uppi, helst í Evrópu, hafa
haft áhrif á portúgalskan skáldskap. Svo ég nefni dæmi er saga Brandao
einkennandi fyrir táknrænu stefnuna, og saga Namora í nýraunsæisstíl. Urvalið
hefur því hugmyndafræðilegan tilgang, án þess að fagurfræðin verði útundan
eða fyrirbrigði mannsandans, hið óvænta og listræna. En ég hef ekki látið neinn
pólitískan smekk ráða valinu.
Engu að síður er mér ljóst að úrvalið hlýtur að falsa raunveruleikann, auk
þess sem það takmarkar hann, vegna þess að í svona úrvöl verður höfundurinn
að velja það sem er aðgengilegt hinum væntanlegu lesendum og jafnvel kunnugt,
því að hinn almenni lesandi er ófær um að leggja í ævintýraleit og kynnast
alókunnum slóðum. Slíkt er einvörðungu á færi sérvitringa eða einstaklinga.
Urvöl bókmennta framandi þjóða gera lesendum til hæfis, hrædd við að styggja
þá með of miklu — „sér“portúgölsku, í þessu tilviki. Lesandanum þætti þetta
„sér“ óskaplega lélegt, ófær um að meta gildi þess sökum framandleikans, —
áliti það vera flatt og illa þýtt. Það að hugur sé opinn fyrir áhrifum er sjaldgæft
nema áhrifin komi í bylgjum frá stórþjóðum.
Með úrvalinu vil ég líka leggja áherslu á að smáþjóðir eru til og menning
þeirra oft jafn blómleg og hinna, þótt hægar fari og ekki gleypt við henni eins og
gleypt er nú við sérhverju bandarísku gutli eða skandinavísku.
Val ljóðanna hlýtur að orka meira tvímælis en sagnanna. Þau verða eflaust
talin vera flöt og litlaus af ljóðaunnendum sem eru vanir háum hrópum. En
portúgölsk ljóðagerð er afar fögur, hún hefur varðveitt hið lygna og djúpa
mannvit latneskrar ljóðagerðar um leið og hún hefur endurnýjast vegna franskra
og enskra áhrifa.
I ljóðagerð allra þjóða er til einhver tegund af stuðlun. Hún er augljós á því að
endurtekin eru orð, hrynjandi eða aðeins endingum orða er breytt, og stundum
er hugsun endurtekin eða líkt og stuðlasett. Þessu hef ég reynt að halda, en
seiðmagn portúgölskunnar og undiralda tilfinninganna hafa hnigið, sú saknað-
475