Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 16
Tímarit Máls og menningar
fjarlægð eða ljóðið geymt í huganum fellur allt saman, brotin, ruglingurinn,
og verður að lífrænni heild, þar sem samgangur er á milli atriða sem höfðu
ekki auðsæja tengiliði þó samhengið verði rökrétt, listrænt séð. Ef fólk efast
um þetta bendi ég því á að hlutir séðir gegnum tár eru öðruvísi en væru þeir
séðir með þurrum augum. Aðeins sjónin breytir þeim „huglægt séð“.
I skáldskap portúgalskra skálda ægir öllu saman, þau eiga það sammerkt
skáldum annarra þjóða: landslagið er fléttað inn í frumspeki, sögu er
brugðið inn í andúð á sögu, bókmenntirnar rísa upp gegn persónunum og
bókmenntunum sjálfum osfrv.
Líklegt er að skýringin á þessu fyrirbrigði listanna sé sú að Old hilling-
anna er að enda sitt skeið, með því að hinar stóru hugsjónir mannsandans,
stétta og þjóðfélagskerfa hafa brugðist, eða leita nú að endurnýjun andspæn-
is nýrri öld, með sinni flónsku og fegurð, mistökum og átökum. Þó er
sennilegast að ástæðan sé sú að maðurinn er að uppgötva að hann er aðeins
lífrænt fyrirbrigði sem öðlast vitund skamma hríð, og það köllum við
mannlíf sem við ættum að fagna innilega og auðmjúk andspænis undrinu.
486