Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 20
Tímarit Máls og menningar
Blómið
„Je travaille tant que je peux et le
mieux que je peux, toute la journée. Je
donne toute ma mesure, tous mes moyens.
Et aprés, si ce que j’ai fait n’est pas bon,
je n’en suis plus responsable; c’est que je
ne peux vraiment pas faire mieux.“'
Svo er sagt við barnið: „Teiknaðu nú blóm!“ Því er síðan
fengið blað og blýantur. Barnið fer og sest í fjarri enda
salarins, þar sem það er eitt.
Eftir smátíma er blaðið orðið alþakið línum. Ein stefnir í
þessa áttina, aðrar í hina. Sumar eru feitar aðrar daufari.
Sumar eru léttdregnar, aðrar dregnar með erfiðismunum.
Sums staðar hefur barnið beitt blýantinum svo fast að blaðið
hefur næstum rifnað.
Sumar línur eru svo fíndregnar að blýantsþunginn er
næstum ómerkjanlegur.
Að svo búnu fer barnið og sýnir fullorðnum þetta og það
segir: „Blóm!“
Fullorðnir sjá ekkert sameiginlegt þessu og sjálfri lögun
blóms!
Engu að síður var orðið blóm í huga barnsins, á eilífum
þönum milli höfuðs og hjartans og hjartans og höfuðsins, í
leit að línum sem hægt væri að búa úr blóm. Og barnið dró
sumar af þessum línum á blaðið, eða allar. Kannski eru
línurnar ekki alveg á hárréttum stað, en þannig voru þær
línur sem guð skapaði úr blómið.
490
1 Þetta mun vera eftir málarann Matisse og merkir: Ég vinn eins vel og mikið og ég
get, allan daginn. Ég legg fram allt sem ég er (xr um og á. En ef verk mín eru ekki
góð er ekki við mig að sakast; ég get víst ekki gert betur.