Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 22
Tímarit Máls og menningar
fylgja aldrei öðrum
og búa við áþekkt viljaleysi
og þegar ég leysti mig úr móðurskauti.
Nei, ég fer ekki á fund þeirra!
Eg fylgi því einu sem fótspor mín segja.
Kann enginn ykkar svar við því sem ég vil vita,
hvers vegna þið endurtakið: „Komdu hingað“?
Heldur vil ég hrasa í sóðalegum götum,
velkjast fyrir vindum
eins og tötramaður á særðum fótum
en hlýða kalli. . .
Hafi ég fæðst inn í þennan heim
var það rétt til að fella nýja skóga
og fyrirlíta fótspor mín á ókönnuðum söndum.
Onnur verk mín eru hjóm.
Hvernig ættuð þið að geta þá
gefið mér öxi, áhöld og kjark
til að kollvarpa sérhverri eigin hindrun?
I æðum ykkar rennur fornt blóð forfeðranna
og þið elskið verk sem eru auðleyst!
En firrð og hillingar, þær elska ég,
ég elska djúp og strauma og eyðimerkur. . .
Farið burt. Þið sem eigið vegi,
þið eigið garða og líka jurtapotta,
föðurland og húsaþök,
eigið reglur, sáttmála, heimspekinga og vitra.
En æði mitt á ég eitt.
Eg lyfti því líku blysi sem logar á dimmri nótt
og finn á vörunum froðu, blóð og söngva.
Djöfull og drottinn leiða mig, þeir einir.
Allir áttu föður, allir áttu móður,
492