Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 26
Tímarit Máls og menningar Torga er frábært Ijóðskáld, meðal bestu ljóðskálda Evrópu og á ýmsan hátt líkur norska skáldinu Rolf Jacobsen en miklu víðfeðmari; og lífsreynsla ljóðanna, ef svo mætti segja, er ríkari en hjá Rolf. Ljóðreynslan er ekki aðeins formreynsla heldur líka andblær, hljómur og innihald. En ríkust reynsla Ijóðsins er af sambúð við sig sjálft. Torga er eins og íbersk skáld sífellt á leið inn að kjarnanum; og hin jarðbundna hugsun, flug þess sem ferðast um moldarheiminn og menningarhefðirnar er hvar- vetna nálægt í ljóðum og bókmenntum Torga. Hann lifir í trúarsamfélagi jarðar og manns og í eðli sínu er það heiðið. Fæðing og gröf er að mestu það sama. Barnið vex í gröf móðurinnar og hún fæðir það til lífs sem endar á dauða. Maðurinn ætti þess vegna að vera óttalaus og lifa í friði sem er stríð. Líkt og svo mörg íbersk skáld yrkir Torga um undirstöður jarðlífsins. Hann yrkir um eldinn, vatnið, vindinn, fæðinguna, dauðann og brauðið og vínið. Slík yrkisefni eru sprottin úr samruna kristinnar trúar og latneskrar menningar. Maðurinn er tvífætt tré, en samt er hann tré sem á rætur bæði á jörð og himni. Laufskrúðið er hins vegar í honum sjálfum, krónan og aldinin. Ekki skemmir að hafa þetta hugfast og að leiðarljósi við lestur verka Miguel Torga. Ættland Öræfi og fjöll! Eitthvað sefast í eðli mínu. . . eitthvað djúpstætt og bælt, óljóst en gert úr gróðurmold og sál. Hér á fálkinn friðland og faðmar ómælisvídd: undir klónum er klettasnös en krækir gogg í stjörnur. . . 496
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.