Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 28
Tímarit Máls og menningar Flónið ég hélt — ó heimska von — að kertið bæri bjartasta loga. Ljós sem lýsir upp lífið! Dag nokkurn dó loginn og ég sá að skinið frá kertinu hafði skyggt á sanna ljósið. . . Um leið uppgötvaði ég lífið. SOPHIA DE MELLO BREYNER ANDRESEN fæddist í Oporto árið 1919. Hún hætti námi í klassískum málvísindum og giftist og átti börn, orti, skrifaði fyrir börn, bjó við hafið, og eftir byltinguna í Portúgal árið 1974 var hún þingmaður fyrir sósíalista. Af hinum klassísku málvísindum hefur hún lært af grikkjum að horfa á hlutina og sjá þá ekki aðeins í sinni áþreifanlegu mynd heldur í bláma skynjunarinnar og innan heildar endaleysisins. Portúgölsk ljóðlist er nátengd hinum klassíska heimi en líka heimi siglinga og eilífrar leitar út á hafið eftir hinu ókunna, svo hægt sé að nema þar land. Portúgölsk ljóðlist er á margan hátt heimur mennta, og þótt inn í hann berist hversdagshlutir bregða hefðirnar yfir hann blæ fágunar. I ljóðlistinni hefur efnið lært að umgangast aðra eiginleika ljóðsins eins og fiskurinn hafið. Hvarvetna tekur ljóðagerðin sér fiskinn til fyrirmyndar. Slíkt er afar fágætt í ljóðlist nútímans. Hvarvetna er hinn bjarti ljómi, jafnvel í dauðanum, hryggðinni og þránni sem síendurtekin og forn birtist í nýjum hugsanabúningi. Ljóðið streymir fram án þess höfundur hefti það með áberandi hugsun af ásettu ráði eða rjúfi hljómfall þess með að'skotatóni, til að leggja áherslu á efnið eða láta athygli lesandans stansa. Ljóðlist Sophiu er svo gerólík ljóðlist Helders. Allt er ósjálfrátt vit, ljóðviska aftur úr heiðríkju tímans, þótt ljóðið fjalli um herbergi sem búið er í. Hvarvetna er samræmi, félagshyggja efnisins, orðanna og innihaldsins. Ljóðið er kraftaverk hluta í eigu skáldkonunnar. Stöku sinnum heyrist endurómur úr norðrinu, frá ljóðum Hölderlins, ómur frá heiðnum líkama. Líkaminn er alltaf heiðinn. Sálin nærist á trú. I síðustu ljóðabókum sínum hefur Sophia færst nær hversdagsleikanum, að félagslegu efnisvali úr hinni líðandi stund og beitt jafnvel hæðni og beiskju. Yfir höfuð eru ljóð hennar þó hvorki bundin stund né stað sögunnar heldur hugblæsins. Barnabækur hennar eru ljóðrænar, líkt og ritaðar í þeirri trú að börn séu að mestu draumur og æskan svefn sem aldurinn rýfur og vekur til nýs draums. 498
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.