Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 30
Tímarit Máls og menningar
JOAO JOSÉ CACHOFEL er af aðalsættum, fæddur í Coimbra árið 1919 og yrkir
einkum um dapra þjáningu vonarinnar. Jafnframt er spurt um gildi lífsins. Jörðin er
víðáttumikil en lífið örstutt. Það er líka fremur litlaust og þess vegna er athafnar þörf
af hálfu mannsins sem er skylt að breyta því, lífssöngnum.
Cachofel hefur að mestu horfið frá rímuðum skáldskap, ljóðlínurnar eru óreglu-
legar með snöggum breytingum. Hljómfallið er laust við skáldlega upphafningu,
ljóðið er þannig fært að lausu máli.
Ljóð skáldsins eru gjarna stutt og ein meginhugsun í þeim frá upphafi til
lokaljóðlínunnar. Hugsunin útúrdúralaus. Ljóðunum svipar því til ljóðrænnar
frásagnar sem prentuð er með mislöngum línum, líkt og eitthvað sem skáldinu hefur
flogið í hug, kannski óvænt, og það tilreiðir ekki hugdettuna frekar eða færir hana í
hefðarbúning.
Hinn hugþekki blær sem er yfir ljóðum Cachofel er blær andartaks þanka.
Rósin
Rósin
er orðið tómt,
með ilmi þó,
lit,
gleði,
í hugljúfum hljómi á vör
og í bókstöfum sem eru
bornir fram.
Rauður
er litur hinnar réttu
rósar
sem ríkir mér á vör.
500
J