Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
Konur að hverfa í nóttina með festan við fætur
stórkostlegan hvítan klút.
Hlaupandi með fjörlegan klút á fótunum
inn í nóttina.
Fjörlegir klútar, afar gleiðfættar,
líkar magnólíum,
hlaupandi, í minningunni, fætur í líflegri
nóttinni. Burðast, í minningunni, hlaupandi.
Þær vekja hljóma áþekka stjörnu
í dyrunum. Yfir er himinninn, hin svörtu föx
á flugi: í hljómnum. I minningunni,
hlaupandi. Stjörnur. Eg hlusta, þær fara, í minningu.
Tignarlegir hvítir gleiðir fætur í hljómnum,
við dyrnar, líkir himni í þungum þönkum.
Föx á flugi í nóttinni, fjörlegir klútar
á flökti líkir magnólíum sem nóttin ber með sér
opnar, á hlaupum, þenkjandi.
Allt í einu bókstafirnir. Hálfkafnað andlitið
líkt og það væri apríll í skoti næturinnar.
Andlit mitt í bókstöfunum, hálfkafnað úti í horni,
allt í einu.
Konur á hlaupum milli húsa með kæfandi
klúta, minnast bókstafa, bera
klúta, bókstafi — á fótunum,
kolsvörtum, fagurlega glenntum sundur.
Líkt og aprílmánuður ríkti og væri úti í skoti
næturinnar við að minnast.
502