Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 33
Herberto Helder
Ég hlusta: þær eru að fara. Og bera
í blóði sér sæg af bókstöfum, blómguð lærin
yfir höfði sér, hlaupandi, hugsandi
steypa þær sér út í nóttina í erfiðum svefni
flöktandi klúta.
I dyrunum drepa þær fingri á stjörnur. Og yfir
hvítu höfði sér, á fótunum, minnast þær í nóttinni.
Hálfkæfð andlit, hljómurinn opnast, oft
er hans minnst. Og höfuð á hlaupum og ég hlusta:
þær eru að fara, hugsandi.
Þá ranka ég við mér að innan, ég minnist, leggst
á hliðina. Og ég heyri hlaup, hafinn er
stóreflis klútur móti hinni stjörnubjörtu nótt
og ber að dyrum
líkt og magnólía, þenkjandi, opin, hlaupandi.
Ég hlusta á hliðinni: sá er hljómurinn, þetta eru þær,
að minnast á hliðinni, með fætur sína,
í miðjum bókstafafansi, hálfkæft andlit
hlaupandi um háreistar dyr, manirnar,
hvítar, slást til. Og ég hlusta: Þetta er hljómur
frá þeim, með svarta fætur, með svartar magnólíur
andspænis nóttinni.
Hlaupandi, þenkjandi, berjandi.
503