Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 36
Tímarit Máls og menningar
listastefna sem uxu úr menningarjarðveginum í upphafi aldarinnar og
fæddust stundum aðeins til að sýna hvernig þær gáfu upp andann. Ekki
aðeins í kúbismanum heldur í daglegu lífi sást maöurinn frá mörgum ólíkum
hliðum í senn, enda er erfitt að henda reiður á honum.
Hin nýja sýn þröngvaði rithöfundunum til að hreinsa verk sín af
smáborgaralegri siðgæðiskennd, þeirri kröfu sem hafði markað og kyrkt
sagnaíþróttina fyrir aldamótin og endaði í tilfinningasemi og væmni. En
strax upp úr Heimsstyrjöldinni fyrri fór að örla á hinni smámarxísku kröfu
um samúð með lítilmagnanum, í stað þess að hvetja hann til uppreisnar.
Ymis skáld og sagnamenn urðu hinni lítilsigldu siðferðiskennd að bráð.
Hún var arfur frá unnendum fagurbókmennta úr borgarastétt, þeir sáu ekki
almenning fyrir árásum sínum á borgarana, og fagurkerarnir kröfðust
tilfinningavellu. Listin hefði ekki verið söluhæf nema hún hefði að geyma
augljósa samúð flakandi nú í félagslegum sárum, í stað rómantísku sára
svipuhögganna. Flakandi sár hafa alltaf heillað hræsnina.
Það einkenndi líka formbreytingar nýju stefnanna, að þótt rokkurinn
hefði breyst var eðli bókmenntanna ekki ógnað verulega og innihald þeirra
spunnið af svipuðum toga sömu ullar, en flekkóttari; úr sögunum hurfu
hinir kynlegu kvistir og stórbændur með sitt máttuga hugarfar og hörku í
garð þegna sinna, en við tóku vesalingar stórborganna og auðmennirnir.
Smæð mannsins var nú gerð stór og vandinn eftir því. 1 kjölfar þessa anda
hafa síðan siglt hinir geðveiku innan skáldsögunnar. I fyrstu voru þeir
borgarar af góðurn ættum sem áttu við sálræn en afar ljóðræn vandamál að
stríða. En hlutverk stórbænda og stórauðmanna leikur tungan sjálf sem
verkin eru skrifuð á. Tungan er þá kúgunarvaldurinn og samfélagið í senn,
það samfélag sem persónur verkanna lifa í: í samfélagi bókmenntanna,
ritlistarinnar sem þarfnast form- og málbyltingar.
Kvikmyndalistin hefur smám saman tekið við hlutverki skáldskapar
síðustu aldar, einkum sjónvarpið. I lok þessarar aldar ríkir svipað ástand í
sjónvarpinu og var í hinni borgaralegu list skáldsögunnar um aldamótin.
Aftur eru komnir fram á sjónarsviðið auðmenn í líki velmegunarfólks sem
býr í tilgerðarlegu umhverfi, taugaveiklað en veisluglatt og vekur tár og
öfund í líki samúðar hjá millistéttunum. Á sama hátt og hjá dagblöðunum
voru forðum framhaldssögur, þá býður sjónvarpið upp á framhaldsþætti:
Efnið, hugmyndirnar, listrænu tökin og viðhorfið til mannsins hefur ekki
breyst. Nútímaskáldsagan er hins vegar komin á sína leið, einmana og fyrir
fáa læsa, líkt og þegar hún hóf göngu sína.
Náttúrustefnan í bland við táknrænustefnuna leið að mestu undir lok
með rithöfundinum Carlos Malbeiro Dias. Hann var konungssinni og
þrælafturhaldssamur rithöfundur haldinn þjóðernisanda sem fékk að lokum
506