Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 49
Nútímaskáldskapur í lausu máli hófi fagurleitt, en ótrúlegur máttur stafaði frá þeim — frá hinni freknóttu ungmey með hálmkusk í hárinu og manninum; og það sást í hörund hans gegnum fataleppana. Dauðinn og konungurinn gilti þau einu. Þau elskuðu hvort annað. Þau höfðu dirfst að fara til lands sem konungurinn hafði látið eyða svo hvorki lífsmark né vott af ást bæri fyrir augu honum! Konungurinn virti fyrir sér ungmennin, þögull dágóða stund, en benti böðlinum síðan að grípa þau og færa á brott. Betlararnir brostu ilmandi af grasi og jörð, og þegar þeir voru færðir burt litu þeir hvor til annars og vissu ekki hvað var að gerast kringum þá — og þeir leiddust og horfðust í augu. Nóttin var niðdimm, og konungurinn fór upp á hallarsvalirnar. Tætingsleg ský áþekk henglum úr rifnum teppum drógust um himininn. Tréð sást illa í dimmunni þar sem betlararnir höfðu verið hengdir, en þaðan barst kvein, kannski andlátskvein þeirra, og svo sáust einhverjir ljósflekkir sem voru eflaust líkamir þeirra. Til lítils hafði verið að konungurinn lét eyða landinu því lífið bærðist undir ösku þess. Jörðin virtist vera í gerjun. Kliður heyrðist. Engu var líkara en trén töluðust við! Vatnið masaði og hvarf inn í æðar jarðarinnar. Var konungurinn þá ekki búinn að láta þurrka upp alla brunna? Raddir og fleiri raddir heyrðust í dimmunni, lág rödd og lítillát frá trjám alþöktum laufi, og vindurinn þaut í hverju tré á fætur öðru. . . Hafði konungurinn ekki látið þagga niður í trjánum um allan aldur? Því miður. . . Og dýpra og lengra úti í hinu glórulausa næturmyrkri hvíslaði lífið líkt og konungur- inn hefði ekki skipað svo fyrir að lífið skyldi vera kramið! . . Næturlangt hallaði konungurinn sér að veggnum í þungum þönkum. Skýin þutu fram hjá og krunkið í hröfnunum lamaði konunginn. . . Hvers vegna gat hann ekki líka orðið að eplatré, að betlara eða að ryki? Eða breytt þrautum í gleði? Eða drukkið í sig sólarljósið dreginn áfram af lífinu? Ó! Hvílíkt var hatrið sem hann bar í brjósti til æskunnar, blíðunnar og hinna ungu vara sem kyssast! Honum var bara kært hið þurra og greinastýfða tré, hið ógnþrungna tré ríkis hans sem var notað í stað gálga. Konungurinn beið morguns, starandi á hina dapurlegu gríðarstóru þúst sem var svört eins og þær dökku hugsanir sem hann fléttaði saman og voru jafn þurrar og sál hans sjálfs, þúst hins risavaxna trés sem tók að sér hlutverk gálgans. . . A fjallstindana fór nú að slá roða, þeir urðu fjólubláir og trén blánuðu og gálginn sem gleypti í sig birtuna og gnæfði 519
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.