Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 59
Hin sigrada kona
Verðirnir slógu slöku við og ég svaf án hervarðar og treysti ættgöfginni.
Fyrsta daginn sáust börnin gægjast til hermannanna úti á svölum og
göngum en hurfu svo. Spyrði ég eftir þeim leit konan djúpum blíðum
augum á mig og kvað þau sitja hjá afa á daginn til að létta honum
sorgarstundirnar. Hin mildu orð og dökku augu vöktu trúnað. A
kvöldin fylgdi konan mér að dyrum varðstjórans, opnaði og sýndi mér
fangann. Kannski sló vaxandi þreytufölvi andlitsins ryki í augu mín,
hægt var að ímynda sér að konan lægi andvaka á nóttinni við einhverja
erfiða dularfulla iðju. Bláleitir skuggabaugar umkringdu skær augun, en
iðjusemin jókst, konan var allt í öllu. Morgun einn rakst ég á hana við að
ræsta herbergið mitt. Þjónustustúlkurnar höfðu gufað upp eins og
börnin. Eg gaf þessu engan gaum fyrr en ég skildi hina hræðilegu
merkingu hvarfsins, enda var ég daglega á könnunarferðum og við
undirbúning að dvöl herliðs Delaborde, sem fylgdi hershöfðingjanum.
Sjö sólarhringar liðu. Loksins færði Lamette undirforingi mér frétt af
hershöfðingjanum, að hann kæmi næsta dag. Herbergið sem húsfreyjan
hafði tjaldað fyrir hann var inni af salnum, stórkostlegt, þakið stórum
innrömmuðum speglum og var rúmið mikið, úr brasilískum viði og með
höfuðpúða úr fjólubláu damaski.
Um kvöldið ilmaði herbergið af angan stórra blómvanda sem hin
sigraða kona hafði borið sigurvegara sínum, líkt og óþreyjufull unnusta.
Lg fylgdi Lamett í herbergið og undrun hans var ekki minni. Við
gengum að rósunum, önduðum ilminum að okkur og spurðum hugar-
spurningar: Hvar fékk hún rósir í landi sem flakaði í sárum?
Eru rósirnar úr garðinum? spurði ég liðþjálfa, fylgdarmann okkar, og
gat ekki hamið forvitnina.
Nei, herra höfuðsmaður. I morgun rakst vörðurinn á frúna með
vöndinn.
Klukkan hvað? spurði ég og um mig fór lævís grunur.
Við sólarupprás. . .
Kemst hún þá út að næturlagi?
Enginn varð þess var, herra höfuðsmaður, svaraði liðþjálfinn og
horfði á mig skelkaður, eins og hann gerði sér loksins grein fyrir málinu.
Eru þá leynidyr á húsinu?
Lamette spaugaði með hinar fjarstæðukenndu grunsemdir mínar,
kvað mig efni í rannsóknardómara, og með því við fórum njósnarför um
nágrennið og könnuðum riddaraliðið í Verim, þá sló ég á frest að ráða
gátuna uns við kæmum aftur. Við komum sárhungraðir, borið var á
529