Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 68
Miguel Torga
Herrann
Dagurinn var liðinn, langur og erfiður við plægingu; í Valongueiras
hafði morgunninn verið rofinn hvað eftir annað af djúpum, skerandi
hrópum:
Hott-hott!
Uxarnir í eykinu voru froðufellandi, útataðir í mykju um fæturna og
lögðust með hnakkann fast á okið, á stöðugri ferð fram og aftur.
Beygðu, tuddi, beygðu!
Krókurinn á plógjárninu hoppaði niðri við stöngina, plógurinn
breytti um stefnu og jörðin flettist upp í langt, ilmandi plógfar.
Hvernig er hún?
Ágæt.
Nefbroddurinn á plógjárninu hélt áfram að rekast í jörðina, líkt og
fugl sem rekur nefið í hreiður.
Áfram! Þessu verður að lj'úka fyrir kvöldið!
Það verður enginn tími til þess. . .
Hvað-hví ekki! Áfram, svona, áfram!
Stundirnar liðu líkar sóleyjunum sem féllu, sigraðar af plógjárninu,
ofan í svalt plógfarið og liðu þar út af.
Snúðu þér við. Engan asa.
Hana-nú! O, skollinn!
Sjáðu, bráðum er þetta búið. Sjáðu húsdýragarðinn!
Ekki gefast upp. Bíttu! Verið rólegir.
Svitinn þjáði enga nema sveitamennina sem löðruðu í honum. Hið
staðna eðli uxanna var gerólíkt mannseðlinu.
Dýrð sé herra vorum Esú Kristi!
Veri hann ætíð lofaður og blessaður!
Slík orð voru sögð þegar vinnudegi lauk og þeirra beðið frá sólarupp-
rás, og enginn mundi eftir þeim lengur. Líkaminn gleymdi óðar en hann
var frjáls og komið að náttverði, af því hann hafði bograð svo lengi yfir
plógförunum og verið á kafi í þeim.
538