Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 69
Herrann
Drekkið! Drekkið nú!
Þorpið angaði af heitum, sterkum ilmi frá plægingu dagsins. Þámað
tungl á hálfvolgu maíkvöldi kom í kjölfar rökkursins sem neyddi menn
til að hætta vinnu.
Hinir úrvinda, þyrstu menn fundu þreytuna og átu í daufu skininu, og
drukku eins og úlfar.
Drekkið! Drekkið!
Graskerið gekk manna á milli, þungt og útvaðandi í slefu og rauðvíns-
taumum. Akafar, þykkar og sprungnar varir drukku af vínlindinni og
endurheimtu lífskraftinn sem lá grafinn í moldarflögin.
Drekkum!
En ákafinn í byrjun hjaðnaði samt brátt og varð að þyngslum sem
leystu mennina frá þunga dagsins sem ætlaði aldrei að líða, og lífsstríðið
varð þeim einnig þannig ljóst. Það var eins og þeir dyttu svefndrukknir
ofan í djúp, þar sem ekkert var fyrir, hvorki plæging né gleði; og
skipandi hringing stóru kirkjuklukkunnar ein var fær um að draga
mennina upp úr djúpinu með þessu merki: um hinstu smurningu.
Enn einu sinni!
Nú, það skipar þér enginn!
En hver maður vissi að skylt var að hlýða boðinu sem barst frá kirkju-
turninum. Þeir höfðu nýlokið við að sá lífi, en dauðinn hvarf þeim aldrei
úr minni. I dag ert það þú, á morgun við, sagði eðlishvötin þeim.
Þegjandi ruddu þeir í sig brauðinu og brauðkollunum í ánægjulausum
flýti.
Ogn í viðbót!
Graskerið gekk milli manna í flýti, gleðilaust, bara svo vínið yrði
drukkið upp. Faðir Gusmao, sem var fólkinu æðri, gekk nú frá kirkju
undir tjaldhimni, og fólk þyrptist kringum hann og fjöldinn jókst þegar
neðar dró í götuna.
Sakramenti. . .
Tunglskinið var orðið bjartara, það glampaði á skikkju prestsins og
brá ævintýralegri fegurð annars heims yfir mannfjöldann.
Ó ald-in úr helg-um móð-ur-kviði. . .
Flekkóttir menn af mold eftir dagsverkið tónuðu hrjúfum rómi,
drafandi, og kristalstærar kvenraddir stigu upp fyrir tónið og risu í
svimandi hæðir. Samt gerðu þær jörðina raunverulega, og hina kynlegu
helgigöngu í nóttinni, með skini tunglsins sem sveif um himininn.
Hvar er það?
539