Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 74
Tímarit Máls og menningar
Svona, þá er þessu lokið!
Sigurhróp prestsins svipti hann því mikilvægi sem malarinn áleit að
sérhver þrálátur maður ætti að vera gæddur. En sonur hans hékk aftur á
móti í þeim sterku mannlegu höndum sem höfðu rænt honum frá
myrkrinu og eyðileggingunni.
Hann er líkur þér.
O, herra prestur! Vesalingurinn. . .
A mögru, líflausu andliti Fílomenu hvíldi friður liðins dags. Hún
renndi þreyttum augum til barnsins. Henni vöknaði örlítið um augun og
lokaði þeim svefndrukknum.
Kallaðu á einhverja af gömlu konunum þarna úti, sagði presturinn.
Hana Konstönsu, til að mynda.
Malakías hljóp út, ruglaður af gleði og undrun og kom inn að vörmu
spori ásamt konunni.
Taktu við því og vertu hjá henni; því versta er lokið.
Það skal ég gera, herra prestur.
Konstansa sveipaði sjalinu um hinn varnarlausa hvítvoðung, og prest-
urinn þvoði sér um hendurnar, strauk fram ermarnar og fór aftur í
prestsskrúðann.
Joao!
Herra prestur. . .
Förum þá.
Herrann hvarf þá reisulegur af fatakassanum, fór til dyra og gekk á ný
undir himni tignar sinnar.
MIGUEL TORGA var getið hér að framan, í hlutanum sem fjallar um ljóðagerðina.
Með því hann er einnig höfundur smásagna og annarra bókmennta í lausu máli, svo
fjölhæfur og stór í sniðum, ef lesandinn kemst að honum, þá þótti mér rétt að birta
líka eftir hann sögu sem er í nýraunsaússtíl en sýnir enn eina hlið á honum. Þannig
langar mig að leggja kannski of mikla áherslu á að þessi stefna er fráleitt einlit, eins
og hún hefur ríkt í Portúgal, og hún nær því flugi sem jafnvel flug hins taumlausasta
hugarflugs gæti náð.
Saga Torga er hér til að lesandinn fái að njóta samruna kaþólskrar siðfræði og
mannúðarstefnu og heiðinna tákna og hjátrúar í bændasamfélagi. Hérlendis heldur
fólk gjarna að kaþólsk trú sé hlaðin fordómum og eina gildi hennar séu skrautlegar
messur, og lítið hefur borið á því að listaverk eða kaþólskur skáldskapur hafi verið
þýddur. Kaþólska er oft tengd hér tilgerð íslenskra skálda á æskuskeiði, með sitt
innantóma gaspur.
544