Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 83
Casas Viejas
arnir skjótast milli hreysanna og við heyrum hróp, grát kvenna. Nóttin
er með ótal andlit snauðra, angist og skothríð. Mér finnst réttara að við
felum okkur í skurði, fremur en heima hjá Manolo; en hann andmælir:
Nei, það er öruggara heima.
Ef við finnumst þar, félagi, verður þú ofsóttur.
Þið finnist ekki! Byrgið snýr að bakhliðinni og enginn fer þar um.
Verið rólegir. Omögulegt er þið finnist þegar birtir. . .
Kristófer er samþykkur. Hríðskotabyssurnar eru á næstu grösum og
við fikrum okkur yfir fimmtíu eða sextíu metrana milli kofa „Sexfingra"
og húskofa Manolos.
Við beygjum fyrir hornið og erum í fjósskýlinu, í niðamyrkri. Ma-
nolo hvíslar síðustu ráðleggingarnar:
Lemjið þrisvar í þilið, ef ykkur vantar eitthvað, og ég kem.
Nóttin er þrungin af látlausri skothríð, ótta. Mér verður hugsað til
bílstjórans sem ók okkur hingað og við vitum ekkert um. Var hann
drepinn með barsmíðum? Kristófer fer og pissar, en klifrar síðan upp í
byrgið. Manolo tekur stigann og felur hann. I byrginu er daufur bjarmi
sem berst gegnum veggjargatið frá götuljósi.
Við leggjumst ekki til svefns. Hríðskotabyssurnar gelta nær. Við
heyrum milli hríðanna skipandi raddir og hálfkæfðar af reiði, en aðgerð-
irnar halda áfram, sigurvissar. Við leggjum betur við hlustir. Byssur
bændanna eru þagnaðar. Hríðskotabyssurnar eru alráðandi í nóttinni,
handsprengjurnar, skothríðin úr stutthleypunum, og hinar kæfðu raddir
sem virðast hlykkjast eftir jörðinni og auka skelfinguna. Manolo og
konan skiptast á orðum fyrir neðan okkur, lauslegum, og þau berast til
okkar lík suði. Síðan tekur þögnin völd í húsinu, en úti ríkir víti púðurs
og stáls.
Nú heyrast greinilega raddir sem vekja ógn, og við heyrum stöðugt:
púmm-púmm! hvernig barið er með byssuskeftum á dyr hreysanna og
hrópað:
Opnið!
Skóhljóð heyrist, hvellum fækkar, aukið fótaspark og raddir líkar því
að allt leysist upp í hatursfullan eyðandi dyn. Kona Manolos heyrist
biðja. Eg skríð að veggjarholunni, en höfuðið á mér kemst ekki í gegn.
Kristófer reynir það sama, árangurslaust. Aðeins lítið autt svæði sést
gegnum gatið og kofi „Sexfingra" beint á móti. Fyrir framan hjá okkur
er skothríð og við heyrum vel raddir varðliðanna og byssuskröltið.
Síðan þrjú þung högg á dyrnar:
553