Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 86
Tímarit Máls og menningar
Það birtir inni hjá okkur. Kofi „Sexfingra" stendur í ljósum logum.
Hikandi eldtungur sleikja í ákafa hreysið, blossa og tindra og lýsa upp
sveitt andlit þjóðvarð- og áhlaupaliðanna, og það glampar á vopn þeirra.
Ognlegir blossarnir sigra næturmyrkrið. Hlé verður á skothríðinni.
Varðliðarnir horfa á brunann og ræðast við. Sumir hlæja, aðrir strjúka
framan úr sér. Eldtungubálið breiðist út, rautt, tindrandi sleikir það
húsið, engist, gleypir, stígur upp en kembist síðan sundur og lægist í
umvefjandi eldhaf. Hreysið springur. Þakið sem er úr hálmi og spýtum
er há brenna, eldslönguhreiður opið á móti nóttinni. Skyndilega flýr
maður út úr logandi húsinu, léttfættur, óljós, og ég ber ekki kennsl á
hann úr fjarlægð.
Þeir flýja! hrópar varðliði.
Tíu, tuttugu byssum er miðað og skotið úr þeim, og flýjandi mað-
urinn steypist á grúfu.
Sá fékk það, heyri ég sagt.
Þeir drepa okkur, ef þeir komast undan á flótta, og verða því að
brenna inni.
Augu mín titra við að heyra þetta. Fyrir augum mér verður allt jafn
rautt og blóðtaumarnir eftir Manolo. Líf mitt og varðliðanna líkt og
glatar tilgangi sínum. Allt sem ég ætlaði að gera fyrir mennina, hið frjálsa
líf og bræðralag virðist mér vera einskis virði. Eg hélt að lífið væri
verðmætast af öllu, en núna, blandað hatri, finnst mér það vera fánýti.
Eg er orðinn annað en ég var, kannski ekki einu sinni maður, af því
tilfinningarnar bera hugann ofurliði.
Hreysið brennur enn, logahafið eykst, nóttin er bál. Verðirnir bíða
með byssurnar í hvíldarstöðu. Þjáningaróp berast út milli gamalla
brunninna spýtna sem brotna, og örvæntingarfullar bænir týnast í
myrkrið. Dyrnar opnast allt í einu og Manúela Lago kemur út, spengileg
gengur hún fram, hnarreist, hrokafull á svip, næstum ögrandi. Fötin
brenna utan á henni og hún ber eitthvað í höndunum, uppljómuð í
bjarmanum frá bálinu. Logarnir sleikja kjólinn og flaðra upp um hnén.
Manúela Lago virðist ekki finna fyrir logunum á holdi sínu, heldur
gengur áfram móti furðulostnum varðliðum. Svo staðnæmist hún, lyftir
hendi, hristir hana, og þá sé ég hún breiðir úr litlum fána. Andartak er
allt lygum líkast, tómum hillingum. Logarnir sem leika um klæðin læsa
sig í fánann okkar. Hann fer líka að loga. Manúela veifar yfir höfði sér
eldfána, báli, og hin unga rödd hennar hrópar veikburða:
Lifi mannlegt frelsi!
556