Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 86
Tímarit Máls og menningar Það birtir inni hjá okkur. Kofi „Sexfingra" stendur í ljósum logum. Hikandi eldtungur sleikja í ákafa hreysið, blossa og tindra og lýsa upp sveitt andlit þjóðvarð- og áhlaupaliðanna, og það glampar á vopn þeirra. Ognlegir blossarnir sigra næturmyrkrið. Hlé verður á skothríðinni. Varðliðarnir horfa á brunann og ræðast við. Sumir hlæja, aðrir strjúka framan úr sér. Eldtungubálið breiðist út, rautt, tindrandi sleikir það húsið, engist, gleypir, stígur upp en kembist síðan sundur og lægist í umvefjandi eldhaf. Hreysið springur. Þakið sem er úr hálmi og spýtum er há brenna, eldslönguhreiður opið á móti nóttinni. Skyndilega flýr maður út úr logandi húsinu, léttfættur, óljós, og ég ber ekki kennsl á hann úr fjarlægð. Þeir flýja! hrópar varðliði. Tíu, tuttugu byssum er miðað og skotið úr þeim, og flýjandi mað- urinn steypist á grúfu. Sá fékk það, heyri ég sagt. Þeir drepa okkur, ef þeir komast undan á flótta, og verða því að brenna inni. Augu mín titra við að heyra þetta. Fyrir augum mér verður allt jafn rautt og blóðtaumarnir eftir Manolo. Líf mitt og varðliðanna líkt og glatar tilgangi sínum. Allt sem ég ætlaði að gera fyrir mennina, hið frjálsa líf og bræðralag virðist mér vera einskis virði. Eg hélt að lífið væri verðmætast af öllu, en núna, blandað hatri, finnst mér það vera fánýti. Eg er orðinn annað en ég var, kannski ekki einu sinni maður, af því tilfinningarnar bera hugann ofurliði. Hreysið brennur enn, logahafið eykst, nóttin er bál. Verðirnir bíða með byssurnar í hvíldarstöðu. Þjáningaróp berast út milli gamalla brunninna spýtna sem brotna, og örvæntingarfullar bænir týnast í myrkrið. Dyrnar opnast allt í einu og Manúela Lago kemur út, spengileg gengur hún fram, hnarreist, hrokafull á svip, næstum ögrandi. Fötin brenna utan á henni og hún ber eitthvað í höndunum, uppljómuð í bjarmanum frá bálinu. Logarnir sleikja kjólinn og flaðra upp um hnén. Manúela Lago virðist ekki finna fyrir logunum á holdi sínu, heldur gengur áfram móti furðulostnum varðliðum. Svo staðnæmist hún, lyftir hendi, hristir hana, og þá sé ég hún breiðir úr litlum fána. Andartak er allt lygum líkast, tómum hillingum. Logarnir sem leika um klæðin læsa sig í fánann okkar. Hann fer líka að loga. Manúela veifar yfir höfði sér eldfána, báli, og hin unga rödd hennar hrópar veikburða: Lifi mannlegt frelsi! 556
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.