Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 100
Tímarit Máls og menningar
Faðirinn var nú kominn í jakkann. Jenito samþykkti trauðlega:
Ég lofa.
En hann fór undir eins út í glugga. Svipað var umhorfs þar eins og
tilfinningin í hálsinum. Gatan var auð en hún andaði frá sér ómi af múg.
Hnífur hefði getað skorið andrúmsloftið eins og brauð. Faðir hans sagði
að lögreglan yrði alls staðar. Drengurinn var stöðugt að útbúa bardaga
og maðurinn í lestinni átti að stjórna honum. Ooo, bardaginn yrði
stórkostlegur.
Klukkutíma síðar heyrði Jenito þungan vaxandi gný í fjarlægð, straum
sem nálgaðist. Loftið þyngdist. Akafinn í brjósti hans varð kvalafullur.
Jenito langaði að hlaupa um húsið, brjóta hluti, rífa, hlaupa á móti
straumnum. „Lofarðu?“ Nokkrar lögreglur komu í ljós beggja vegna
götunnar, líkt og á varðstöðu. Þeim fjölgaði síðan. Að lokum mynduðu
þær keðju fram með allri götunni.
Guida, Guida, komdu að sjá!
Guida klifraði upp á stól og fór einnig út í glugga. Móðirin var frammi
í eldhúsi eða úti í garði eða kannski læddist hún líka út á götu. Aðeins
hann var fangi „Lofarðu þessu?“ og varð að efna orð sín. Lögreglu-
mönnum fjölgaði stöðugt og fólki sem hljóp í blindni fram með
straumnum. En lögreglan var óvopnuð. Hún ætlaði ekki í bardagann. Sú
sem kom um kvöldið og rændi föðurnum var með byssu.
Ég sé ekkert, Jenito.
Bráðum sérðu.
Vegna þess að drengurinn vissi að fólkið beið komu mannsins í
lestinni, manns sem var merkilegri en knattspyrnumaður. Faðir hans
sagði það.
Þá birtist mannfjöldinn skyndilega fyrir enda götunnar. Þögull. Og
þögnin varð dýpri þegar hann nálgaðist. Þögnin, óttablandin,
mögnuð og skipulögð, sem glumdi milli veggja, þrýsti á hlustirnar og
stíflaði þær. Fólk. Fólksfjöldi. Séð úr fjarlægð voru allir eins í þokunni.
Fólk, markvisst á göngu, ákveðið, og hefði skurður opnast fyrir framan
það hefði það haldið áfram engu að síður með sama hraða, líkt hnefa sem
fer gegnum pappírsörk. Lögreglan hörfaði. Hverjir voru þetta? Hver
voru örlög þeirra? Hvert stefndi frumstætt samstöðuafl þeirra? Var þetta
stríð? Stríð án fána og hrópa? En Jenito fann án fána, fallbyssna og
hrópa að fólkið logaði eins og mennirnir á myndinni í salnum, og leynt
líf hinna fullorðnu afhjúpaðist. I sömu andrá sá hann föðurinn meðal
þess.
570