Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 107
Þjóðvegur númer 43
um og liðkuðu sig í fótunum og svipuðust um. Hundurinn Fadista
þefaði af þeim tortrygginn.
Verkamennirnir tíndust smám saman að bílnum. Slangan lá afskipta-
laus á veginum og stálbikið harðnaði í götunum á dreifaranum.
Sæll vertu. Eg var farinn að halda að þú kæmist ekki í þetta sinn.
Það var verkstjórinn sem sagði þetta inn í bílhúsið.
Bílstjórinn svaraði:
Hér er ég, og mundu ég hef ekið hundrað og tíu kílómetra síðan í
morgun.
Fleiri verkamenn dreif nú að. Þeir voru þreytulegir í hreyfingum og
kveiktu sér í sígarettum.
Hvað eru þeir margir? spurði verkstjórinn og benti á hópinn sem kom
með vörubílnum.
Bílstjórinn rétti honum umslag sem hann sótti í veskið:
Þarna færðu listann.
Síðan hallaði hann sér á hlið og studdi handlegginn á stýrið og dottaði.
Eg sé hvergi minnst á Spottann, sagði verkstjórinn þegar hann hafði
lesið bréfið. Heyrðirðu kannski ekki á hann minnst?
Spottann? spurði bílstjórinn og hélt áfram að smádrúpa höfði. Nei. Ég
he^rði ekki minnst á neinn Spotta. Hvað hafa þá margir komið?
Atján er sagt hér.
Bílstjórinn geiflaði sig:
Aukaliðið kemur þá að heldur litlu gagni. Þið ljúkið ekki verkinu á
viku með þessu móti.
Hvað sem því líður, átján menn eru alltaf átján menn og betra en
ekkert. Verst ef þeir senda okkur ekki út á Spottann við Sao Caetano.
Verkstjórinn stóð á aurbrettinu, hékk utan á bílhurðinni líkt og hann
ferðaðist standandi og reiknaði mennina út í skyndi. Þrír hlutu að vera
kunnugir faginu, þeir voru á tréklossum og með barðastóra stráhatta. En
því miður voru hinir hlédrægir og lítillætið uppmálað að hætti sveita-
manna. Flestir voru þetta farandverkamenn sem höfðu engin störf
fengið við kornskurð, þrekvaxnir menn og með sólbrennd andlit fjalla-
manna frá Beiras. Þeir stóðu í þéttum hnappi og tóku við malpokanum
sínum sem aðstoðarbílstjórinn rétti til þeirra ofan af bílnum. Hundurinn
Fadista hnusaði af þeim rækilega og rannsakandi.
Mitt í annríkinu sem ríkti vegna komunnar rakst Alves verkfæravörð-
ur í einn manninn á tréklossunum og bar kennsl á hann:
Nei — þarna Pé-Leve. Sæll, heillakarlinn.
5 77