Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 114
Bessa Luis Unnustinn Hann vissi ekki hvenær þau mundu hittast aftur. í eyrum hans kurraði enn rödd gædd ágengum krafti og viðkvæmni sem var kannski aðeins undrun andspænis hinni gjöfulu ást hans. Unnustan var í hvívetna íhugul og dálítið illgjörn. En hún lét auðsæilega undan, furðu lostin þegar hún fékk vissu fyrir fátækt hans, en fannst hún rómantísk eftir að henni þótti hún vera í fyrstu viðbjóðsleg. Ast hennar gat aðeins vaknað við samúð. Nú voru þau elskendur. Þau höfðu kvaðst enn einu sinni á skjóttliðnum unaðsdegi ásta, þegar hjartað virðist teygt milli tveggja andstæðra skauta tímans. „Hárið á þér er á litinn eins og fallið lauf,“ hafði hann sagt. Yfir höfði þeirra þaut í lindirunnanum, flækingar geispuðu á trébekkjum og borgin teygðist í ótal áttir fléttuð í sporvagnanet, strengi, húsgafla og reykháfa. Rykið þyrlaðist upp um trjátoppana sem felldu laufið, og í gegnum laufhafið síaðist kyrr rauðleit birta. Þannig leið dagurinn. En það var ekki fyrr en löngu síðar að hann kvaddi unnustuna, veifaði henni frá bröttu tröppu- götunni líkt og af skipsfjöl. Hún lét sig falla á marmaratröppurnar og grét, í tárunum fann hún næstum huggun, næstum ástæðu til þess að hún væri með sjálfsdekur. Hann brosti biðjandi, þögull og með þjáningu í andlitsdráttunum. Þetta var dálítið renglulegur piltur, næstum ungling- ur, stóreygur og hvarmarnir virtust hafa verið dregnir með pensli á sama hátt og myndir eru á egypskum grafþróm. Hann bjó ekki í borginni, og ferðir hans kostuðu afneitun á öðrum sviðum, sparsemi, útreikninga og peningaáhættur sem aðeins hinn snauði þekkir og veit hvað eðli pening- anna er kynlegt. Sérhver ástarfundur kostaði hann andvökur, djúpa íhugun sem stefndi að því að hann gæti náð brýnu tali af unnustunni. Sérhvert ástarandvarp kostaði þreytu, útsjónarsemi og ólýsanlega þrek- raun. í>að sem öðrum var létt löngun, borgaraleg útrás tilfinninganna, það að vera samkvæmur eðli sínu, létt gaman, aukaatriði, orðagjálfur, kveisa og dægrastytting var honum nauðsynleg barátta, knýjandi þörf, þáttur í sögu mannlegra kennda. 584
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.