Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 117
Unnustinn Komdu upp, bað gistihússeigandinn. Þú færð þakherbergi. Og góða nótt. Hann fór líka upp stigann og studdist stirðlega við gjöktandi hand- riðið. Stórir, svartir kakkalakkar hlupu blindaðir af ljósinu fram með gólflistanum. Maðurinn formælti pöddunum í gælutón án þess hann reyndi nokkuð að ógna þeim. A annarri hæð nam hann staðar. Góða nótt! Herbergið þarna er ekki sem best, sagði hann í kveðju- skyni. Ungi maðurinn hlustaði ekki á orðin. Hann fór hærra upp og stóð á öndinni því stiginn virtist vera endalaus og næstum snarbrattur. Hann fann herbergið sem var aðgreint frá stigapallinum með milligerð úr eins konar rifnu pokaefni. Efst á útveggnum var þröngur gluggi, en þótt pilturinn lægi í rúminu sá hann samt yfir borgina, sporvagnana með snarkandi tengistöngina á þakinu, bakhlið á íbúðarblokk sem klifurjurt faðmaði og veggflísarnar hálffallnar en auglýsingaræma máluð á gaflinn. Hið vingjarnlega útsýni virtist piltinum vera eins konar óvæntur munað- ur sem hann leiddi sjónum. Tiltölulega var þetta þó lítil raunabót. Líkt og munkurinn sem opnar klefadyr sínar og lokar aftur, þegar klefinn kólnar, svo hann njóti betur hlýjunnar, eins naut pilturinn hins óhrjálega útsýnis yfir syfjulega borgina, séð frá rytjulegu dýnunni sem klesst hafði verið milli tveggja gafla. Annars var þarna ekkert nema veggir sem gestir höfðu krotað á útreikninga en sjómenn og drykkjusvolar skrifað nöfn á konum, höfnum og skipum. Piltinum varð hugsað til unnustunnar. Hún hafði örlítið ör eftir bólu við munnvikið, og örinu svipaði til einslags sorgarmerkis eftir stöðugt bros. Hann brosti einnig, hugsaði um unnust- una, og hann gilti einu hvort bælið væri illt og lökin önguðu af óhreinindum líkama sem fátæktin hafði sett á þau mörk sem merkja rotið líf og eru hræðilegri en sjúkdómar og sjálfur dauðinn. Allt í einu sofnaði hann, andaði rólega og hvíldi krepptan hnefa á brjósti. Það fór kólnandi og kuldinn hjúpaði hann eins og vatnsstraumur sem frýs. Tvær rúður runnu áþekkar stórum dropum, hrími, og í herberginu virtist allt verða steinrunnið fyrir mátt einhvers töfraafls, líkt og það frysi og yrði brothætt. I turnunum mældu klukkurnar tímann, og brátt streymdi morgunbirtan fram, græn og gljáandi, lík safa úr glasi. Flöktandi þokan leystist upp, flókakennd, og rann saman við grámann, hið hrjúfa silfur í draugalegum blæbrigðum morgunsins. Pilturinn vaknaði og reis upp á olnbogann og horfði á hnausþykka þok.una sem virtist stíga sem mökkur upp úr gosgíg. Húsin gægðust fram yfir djúpið, áþekk risum, og virtust 587
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.